Barnaland

Já gott fólk, ég hef nú framkvæmt eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei gera, annarsvegar vegna leti og hins vegar vegna skorts á tæknikunnáttu, en jú mér tókst að tjóna saman eins og einu stykki af svona skítsæmilegri barnalandssíðu, ÉG AF ÖLLU FÓLKI!!!

Þetta er enn voða klént eitthvað en hún Elva Björk tæknimaður heimilisins ætlar að sjá til þess að þetta verði í lagi, ss að hjálpa mér að laga þetta eitthvað til.

Ég er að fara að fá sprautu í rassinn á morgun (spurning um hvort þetta hafi verið ónauðsynlegar upplýsingar) En ég er án djóks það löt að ég á að fá vítamínsprautu einu sinni í viku, og þarf að sjálfsögðu að borga einhverjum fyrir að gera það, ætla nú samt að reyna að fá það í gegn að gera þetta sjálf, hef oft sprautað einhvern með þessu efni, og nú er kreppa og ég hef bara engann áhuga á því að þurfa að labba niður á heilsugæslu (alveg heila 200 metra) bara til þess að borga einhverjum fyrir að gera eitthvað sem ég er fyllilega fær um sjálf, spurning samt hvernig yrði tekið í það í apótekinu þegar ég birtist og heimta að fá að kaupa sprautur.

Svo þarf ég að fara í einhverja röntgenmyndatöku af bakinu og einhverja skuggamyndatöku af nýronum, og að sjálfsögðu á þetta eftir að kosta handlegg eða tvo, verst að það er ekki hægt að hamstra í þessum málum, annars væri ég mætt upp á hverja einustu sjúkrastofnun sem ég gæti grafið upp og myndi heimta hinar og þessar rannsóknir, spurning um að gera þetta og sjá hvernig tekið væri í? Ekki má gleyma lyfin sem maður kaupir og tekur í tvo daga þangað til að maður fær hringingu um að þau séu ekki að sýna virkni, óþarfa lyfjakostnaður fer svona rokkandi frá fimm þús upp í svona tuttugu þús á mánuði

Pointið er að það er fokk dýrt að fara í svona rannsóknir og trítmenntanir (vahá hvað ég fann þetta orð upp alveg sjálf) og í engu samræmi við launinn sem maður fær þegar maður er svona ræfill, ég tildæmis hitti nýrnalækni um daginn í tíu mínotur, fyrir það þurfti ég að borga fökkings fimmþúsund kall, ég get svo dauðslifandisvariðþað að ef hann hefði ekki verið svona ungur og myndalegur hefði ég sagt honum að troða þessum reikning þar sem sólin skín ekki, afar sjaldan reikna ég með allavegana.

Allt þetta vesen hefur gert það að verkum að ég hef aldrei haft efni á því að kaupa mér íbúð, bíl eða nokkurn skapaðann hlut sem ég gæti verið með á erlendum lánum.

Lán í óláni???

gylfivalur.barnaland.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Og?

Hvar er barnalandssíðan?

ég held að við séum að horfa á konseptið lán í óláni að störfum...

Annars hef ég tautað í syninum endalaust að fara að gera eitthvað í sínum málum, kaupa bíl og kaupa íbúð og jari jari jari jari ....hann hringdi í mig -ofsakátur - þegar allt fór til fj. og sagði :núna er ég flottastur ! Ég rúla !!

og veistu, það er bara rétt hjá honum. Í dag er best að eiga ekki neitt bara.

Ragnheiður , 3.11.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Ég er náttúrulega bara auli, búin að bæta því inn

En það er nebblegast alveg satt, nú er gott að vera slóðinn sem gerði ekki neitt

Ylfa Lind Gylfadóttir, 3.11.2008 kl. 19:30

3 identicon

sæta síðan hans :)

já þú er jafn heppin og ég að eiga ekki neitt haha :)

en vertu dugleg í sprautunni í dag haha...

ég seg þig svo í fyrramálið þegar ég fæ barnið mit/okkar lánað :)

hlakka ekkert smá til að fá að knúsa stubbinn minn :)

Tinna (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:12

4 identicon

hehehe get endalaust glott yfir  þínu orðalagi

Rakel jójó (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:22

5 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Hí hí Rakel mín, það er gott að þér er skemmt

Ylfa Lind Gylfadóttir, 4.11.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband