8.3.2008 | 23:43
Ólétta er leiðinleg
Nokkrar ástæður þess að ég mæli með ættleiðingu:
Þegar þú ert ólétt ertu ljót.....alltaf, alveg sama hvað aðrir seigja þér, eða hversu fallegar þér finnst aðrar konur vera á óléttunni sinni, þú ert ljót og já ekki má gleyma hvít
Þegar þú ert ólétt (ekki fyrr) færðu að vita af alskonar aukakvillum sem enginn þorði að seigja þér frá áður, þannig að þú eyðir níu mánuðum í að naga neglurnar og biðja til guðs um að þú fáir ekki gyllinæð
Þegar þú ert ólétt koma litlir kallar inn á milli mjaðmana á þér og ýta þeim í sitthvora áttina, það er alveg hrikalega óspennandi
Það finnst öllum þú glötuð ef þú ætlar þér helst að vera svo dópuð að þú mannst ekki eftir fæðingunni, afþví að það er víst svo náttúrulegt að þjást, mig langar að elska barnið mitt takk fyrir en ekki horfa á það og minnast þess þegar ég ákvað að vera náttúruleg og vita af því þegar ég slitna í tvennt, ekki seigja þú gleymir þessu þegar barnið kemur, trúi því ekki fyrir fimmaura
Og talandi um að rifna í tvennt, ef þú skildir ekki vera svo heppin að rifna upp í rassgat í fæðingunni þá bara ertu bara klippt takk fyrir pent
Það sagði mér enginn að það væri bara alveg eðlilegt og meira að seigja happamerki takk fyrir að KÚKA Á SIG á meðan maður er að fæða, sexý!!
Þú ert alltaf þreytt og heldur að þú hafir það rosalega slæmt, en nei það er víst bara eðlilegt og enginn að fara að vorkenna þér fyrir það
Þú þarft að hlusta á það hvernig allar konur eldri en fimtugt unnu fram á síðasta dag meðgöngu, skelltu sér heim í hádeginu, unguðu út og mættu svo í vinnu eftir hádegi, mér er alveg nákvæmlega sama!
Þú færð eitthvað sem eitthvað fífl ákvað að kalla morgunógleði á fyrstu þrem mánuðum meðgöngu, það er kjaftæði, þetta er ekki rassgat bara á morgnana og þetta er ekkert búið eftir þrjá mánuði
Þú þarft að hætta að reykja, FRÁBÆRT!!! sleppum því eina góða sem þú hefur þá dagana
Annars er ég bara hress takk fyrir
Eitt annað sem mér finnst alveg stórmerkilegt, það finnst öllum rosalega hneykslanlegt þegar ég segi að mér finnist óeðlilegt að konur neyðist til að fæða börn í dag, afhverju er maður ekki bara svæfður og krakkinn sóttur? Tæknin er til staðar, ef þú vilt endilega liggja eins og hvalur og spýta út úr þér einhverju barni þá þú um það, ég hef barasta engann áhuga á því takk
Svo að enginn misskilji mig, þá elska ég barnið sem ég ber undir belti, og hlakka einstaklega mikið til að eignast það, get eiginlega ekki beðið, en ég held ég ættleiði í næstu níu skipti, greinilega ekki gerð til að ganga með börn.... Ég er ekki fædd í gær, ég veit að þetta er allt ýkt hjá mér, varð bara að pústa dolitlu biturskasti
p.s. Nú ætlast ég til þess að þeir fáu bloggvinir sem lesa þetta seigi mér að ég sé bara víst falleg!!! Kittý.....Birkir......fleiri?
Um bloggið
Ylfa Lind Gylfadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ylfa Lind
Fyrst innilega til hamingju með væntanlegan erfingja. Í öðru lagi þá efast ég ekki um að hlakkir mikið til að eignast barnið sem þú berð undir belti, og efast ekki um að sért gullfalleg, a.m.k. að utan. Og í þriðja lagi efast ekki um að ekki fædd í gær og veist að allt ýkt hjá þér en við biturkastið verð ég að setja? Bitur yfir hverju?
Geturðu ímyndað þér hversu "erfitt" gæti verið fyrir sumt fólk að lesa færsluna þína, t.d. fólk eins og mig sem er búin að fara í yfir 10 glasameðferðir, fara í 3 aðgerðir til að "eyða" utanlegsfóstrum og núna rúmlega fertug vera að horfast endanlega í augu við barnslaust líf. Vissulega geri ég mér grein fyrir því að færslan þín er sennilega ekki hugsuð út fyrir "nánustu bloggvini" en MBL bloggið nær samt til víðara lesendahóps og án þess að hneyklast á viðhorfum þínum þá finnst mér þau mjög óþroskuð í ljósi þess hversu margir gætu séð þau. Þegar verið að tjá sig "si svona" þá gæti verið skynsamlegt, áður en ýtt er á enter takkann, að setja sig í möguleg spor lesenda sem gætu verið í öðrum sporum, t.d. fólks sem sér ættleiðingu ekki eitthvað sem ástæðu til að vera ekki "ljót".
Ég óska þér innilega góðs gengis það sem eftir lifir meðgöngu þinnar og efast ekki um að með tíð og tíma skipta hlutir eins og "falleg" og "sexý" þig minna máli en hefur gert hingað til.
Bestu kveðjur
Ein sem sennilega bitur "for a reason"
Ps. þó skilji alveg sem slíkt viðhorf þitt til þessa "gamaldags aðferðar" að "spýta" krakkanum út. Því með núverandi tækni virkar "gamla" aðferðin vissulega "óhugnanleg" og "óþörf". EN hún hefur gefist ættmæðrum okkar vel um tugþúsundir ára svo eins og stundum er sagt "if not broken why fix it". Ennfremur efast ekki um að skiptir um skoðun þegar "dýrið í þér" segir þér að "push", svo fullkomin er náttúran nefnilega. Enn og aftur gangi þér vel, mun fylgjast áfram með þér.
Ókunnug (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 02:31
Mikið finnst mér þetta skemmtileg færsla!
"Ókunnug": Þetta er persónuleg bloggsíða eigenda síns og eigandinn hlýtur að mega ráða hvað hún skrifar um. Hvorki þú né nokkur annar er neyddur til að lesa þetta. Þeir sem hafa aðra skoðun á barneignum og meðgöngu en þessa viðurkenndu "þetta er það unaðslegasta sem þú getur gert í lífinu" skoðun hljóta að mega tjá hana án þess að þeir sem ekki geta eignast börn verði sárir. Ég get ekki ímyndað mér að þessi bloggfærsla sé til þess að særa fólk sem hefur farið í glasameðferðir sem ekki hafa tekist og sjá fram á barnlaust líf.
Berglind Inga, 9.3.2008 kl. 12:12
Ég bara einfaldlega þoli það ekki að ég megi ekki hafa aðra skoðun á þessu heldur en þessa yndislegu, en biddu fyrir þér, ég virði það alveg fullkomlega að einhver hafi áhuga á því að ganga í gegn um meðgöngu og eflaust finnst mörgum, kanski flestum meðganga yndisleg, bara ekki mér,vildi bara koma með aðra hlið á málinu.
Ég vona samt innilega og bið að þetta gangi upp hjá þér, enda var þessi færsla mín eiginlega frekar skrifuð fyrir sjálfa mig til að sjá spaugilegu hliðina á þessu öllu saman, ekki til að niðurlægja eða draga úr þörf annara til að fá að eignast börn, enda allt sem ég skrifaði sett rosalega ýkt upp, vona að ég hafi ekki sært þig
Vanadís: takk fyrir
Ylfa Lind Gylfadóttir, 9.3.2008 kl. 15:15
Hvernig væri að slaka aðeins á þarna kerling (ókunnug)!! Djöfuls væl og leiðindi alltaf í sumu fólki. Barnlaust líf? Er ekki orðið svo einfalt að ættleiða fyrir þá sem það kjósa og eiga í erfiðleikum með að eignast börn á hinn veginn. Mér finnst þessi athugasemd þín við færslu Ylfu frekar ósmekkleg. Við Ylfu vil ég segja, gangi þér vel og ekki hlusta á svona rugl og vitleysu.
Ókunnugur (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 16:26
Hæ elskan.
Þú ert falleg, og það er sko alltí lagi að vera "bitur" þegar meðganga gengur illa. Það er ekki samasem merki á milli þess og að elska barnið sitt. Og það er rétt hjá þér maður geymir ekki erfiðri fæðingu mín fjagradaga fæðing og læknamistök sitja alveg vel í mínu minni tíu árum seinna, en var það þess virði ,, ó já ,,, Og það sem meira ég veit að þú ert vel gefin líka.
ath.
Það er alltaf gott fyrir egóið að finnast maður sexý og fallegur.
Við ókunnu konuna vil ég segja, það er rétt að það eru fleiri sem lesa bloggið en nánustu vinir, en engu aðsíður þetta er Ylfu skoðun í dag, kannski ekki á morgun, hún er ekki að níða neinn. Það er þitt vandamál að vera bitur yfir barnleysi ekki hennar, það er þitt vandamál að það sé þér erfitt. Og að horfa framm á barnlaust líf skil ég ekki, Það eru margar leiðir til í dag. Það sem þú meinar er að þú er ekki að fara fæða barn, allt annað er í boði. Og stundum þarf maður að sætta sig við að "Guð" ætlaði manni önnur hlutver en að eiga börn, því ekki að finna það.
Kristrún Ýr Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 19:49
Haha..
Finnst færslan æðisleg.. og er með engu móti sammála henni !!
En færslan er frábær þar sem að hún sýnir að meðgangan er ekki alltaf dans á rósum.
Mín meðganga hefur verið æðisleg og væri ég SVO til í að gera þetta aftur.. og ég hlakka mikið til fæðingarinnar þó svo að ég sé nú ekki búin að kynna mér allar deifingar og fleira sem er í boði.. En ég mun að öllum líkindum nýta mér eithvað af því.. Finnst þessi náttúrulega sýn á fæðinguna ofmetin.
Já og með ljótuna.. þá er ég MINNST sammála þér.. Mér finnst ALLAR ófrískar konur fallegar, og sérstaklega ég.. Þó ég segi sjálf frá.. Já.. mér finnst ég blómstra.. það er líka vegna þess að mér hefur liðið vel alla meðgönguna..
Morgunógleðinni fékk ég ekki að kynnast, þannig að ég kann ekki að dæma hana!!
En það er það sem er svo æðislegt við þetta allt saman að engin okkar upplifir þetta eins.. ef svo væri þá væri þetta ekkert gaman..
og Ylfa.. var ekki bara tímabært að hætta að reykja ;) híhí!!!
og auðvitað ert þú líka falleg !!! Ég sá þig allavega í dag (í bíl fyrir utan select, að éta pulsu) og fannst þú mjög flott :) Var að keyra fram hjá þér ;) hehe!!! Held allavega að það hafi verið þú :)
Kittý Sveins, 9.3.2008 kl. 22:39
Haha Kittý, ég er alveg sammála því, það skiptir máli að engin upplifir þetta eins, hvað á maður annars að tala þá um á mömmumorgnum og í saumaklúbbnum haha
Flott að þú sást mig fyrir utan Select, það hefur verið um svipað leiti og ég var að klína sósonum af pylsuni minni í hárið á mér, það var fjöööör hehe
Ylfa Lind Gylfadóttir, 10.3.2008 kl. 12:58
Ég er nú bara á einhverskonar bloggflakki og rakst af tilviljun hér inn. Ég verð að segja að ég hafði laun-gaman af að lesa.
Ég á þrjú börn (heppin) en fékk ekki að fæða heldur alltaf skorin og í fyrsta skiptið svæfð, hin tvö vakandi en mænudeyfð. Það var frááábært. Það sem verra er við keisarann er, að við erum talsvert lengur að jafna okkur. Það eru kostir og gallar við alla hluti sem við tökum okkur fyrir hendur. Ég kynntist aldrei ógleði, hvorki um morgun, miðjan dag eða kvöld. Mér leið alltaf vel og var afar lukkuleg með sjálfa mig. Mér fannst ég bara svooo falleg sem var góð tilfinning, þar sem ég hef alltaf haft lítið sjálfsálit
Gangi þér vel og til hamingju. 
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.3.2008 kl. 17:09
YLFA LIND!!
sama hvað öllum finnst og hvað þér finnst VITANLEGA ERTU GULFALLEG ELSKU MÚS..
og mér finst þetta snilldar færsla og kom dálið mikið bros á okkur marinó þegar ég las hana...
farðu að láta sjá þig esskan
love
Tinna og co
Tinna (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:31
já og láttu ekki fyrsa kommentið haf áhrif á þig elskan...
þu veist betur og já við erum fleiri sem bíðum eftir barninu :)
Tinna (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:32
Hæ Ylfa mín
Til hamingju með fóstrið
Þó svo að það er langt síðan ég sá þig seinast, þá hefur mér alltaf fundist þú vera falleg.
Gangi þér vel með allt.
Knús og kossar Hrefna
Hrefna (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:20
Æj þú ert svo mikið krútt!
Díana (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.