30.6.2008 | 15:00
Afmæli
Þann þrítugasta júní árið 1976 fæddist ung stúlka sem síðar var skýrð Anna María, þessi hnáta er víst hún systir mín og við hæfi að óska henni til hamingju með daginn. Gerist það hér með, í annað skiptið reyndar þar sem ég óskaði henni líka til hamingju um hálf tvö leitið í nótt þar sem ég sat við eldhúsborðið hjá henni með fullann gúllann af köku sem átti að fara með henni í vinnuna!
Hún er þrjátíu og tveggja ára í dag, og var frekar foj þegar ég óskaði henni til hamingju með þrjátíu og þrjú árin í gær, en var fljót að jafna sig.
Um bloggið
Ylfa Lind Gylfadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með systu þína:)
Eva Dögg (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 17:31
Til hamingju með systur...skömmin þín , ástu kökuna ? hehe
Ragnheiður , 30.6.2008 kl. 20:44
Takk fyrir það Eva Dögg
Og takk Ragnheiður, ég fékk góðfúslegt leifi til að gæða mér á endum á kökunni, hehe
Ylfa Lind Gylfadóttir, 30.6.2008 kl. 22:55
mig dreymdi þig í nótt , mér dreymdi að þú varst inní Heru herbergi með Heru að leira og þegar ég kíkti á hvað þú varst að leira þá var það mjög vönduð bleik leirstelpa .
Rakel jó (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 19:57
Til hamingju með systur þína
Hvenær áttu svo að eiga, er ekki rosa stutt í það?
Ég á vinkonu sem býr í þorláksgeisla og þegar ég hef kíkt til hennar verður mér alltaf hugsað til þín um að mar ætti kannski að kíkja á þig í leiðinni en það hefur aldrei orðið neitt úr því hjá manni. En alla vega gangi þér vel dúllan mín á endasprettinum
Hrefna (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:09
uummmm mér langar í köku... sleeeffff
Elva (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.