24.10.2008 | 13:04
Jólin
Já jólin!!
Málið er að ég hef alltaf og hélt ég myndi alltaf hata jólin, afhverju veit ég ekki, en mér finnst fátt leiðinlegra heldur en jólaskraut, jólalög, jólakort, jólabakstur og þessi endalausa helvítis falska hamingja sem leggst yfir alla, á meðan visareikningurinn liggur eins og mara yfir fólki, nenni yfirleitt ekki að standa í þessu, og ef ég slysast til að setja upp jólaskraut, nenni ég aldrei að taka það niður aftur.
EN núna á ég barn og neyðist hvort sem mér líkar betur eða verr að fara að taka þátt í þessari geðveiki, ég hef reynt áður og ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að læra að hafa gaman af þessari vitleisu.
Var á jútúb í gær og var að skoða jólalögin sem Baggalútur hefur gefið út, og er ekki frá því að þau gætu átt stórann þátt í því að bjarga því sem bjarga verður af jólaskapinu mínu.
Og já ég veit að það er enn bara október!
Um bloggið
Ylfa Lind Gylfadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ylfa Lind jólinn eru tími gleði og friðar og djamma
En það er rétt hjá þér að það verður annar pakki á manni núna þegar maður er orðin mamma!
Og hei ætliðið ekkert að fara koma í heimsókn????
Eva Dögg (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 14:00
Í mínu tilfelli hefur það hingað til verið tími djamma, en nú eru breyttir tímar og það á eftir að leka af mér væmnin og heilögheitin.
Og jú við ætlum sko að fara að kíkja, þegar sonur minn er búinn að blása úr sér þessu bölvaða endalausa hori, vill ekki að hann fari að smita prinsinn þinn, þar Eva mín liggur hundurinn grafinn, eeeeeeeen við FYRSTA tækifæri, þá komum við, hver veit nema að ég lumi á meiri fötum, þarf að athuga það.
Ylfa Lind Gylfadóttir, 25.10.2008 kl. 14:04
Já það er ótrúlegt hvað lífið breytist þegar maður verður mamma. Ég er reyndar mjög mikið jólabarn, alveg elska jólin:)
Gangi þér vel.
Sigurbjörg Guðleif, 26.10.2008 kl. 17:45
Blessuð Ylfa!
Ég verð að segja að ég er búin að vera að lesa yfir nokkrar færslur frá þér, m.a. þar sem þú drullar yfir hversu "yndislega" konum á að líða með allt á sinni meðgöngu. Þetta er einmitt hlutur sem fer massívt í taugarnar á mér. Núna eru fjórar af mínum nánustu vinkonum óléttar - fjórar - og þær eru allar í yndislegheitapakkanum. Og það er ekki talað um neitt annað okkar á milli en óléttu þeirra. Ég er að drepast úr leiðindum. Þær sem voru svo fyndnar og skemmtilegar - en tala núna bara um "prinsessur" og "prinsa", sónar og bumbuna sína. Hversu leiðinlegt getur fólk eiginlega orðið!?
Kaldhæðni þín er hressandi stelpa! Mér finnst það líka afrek hjá þér að geta verið svoldið beitt þó þú sért í miðri þokunni... og takk takk takk fyrir að blogga ekki um kúk, bleyjur, slef, tennur og þess háttar. Nóg er af fósturbloggunum þar sem móðir talar fyrir fóstur/barn sitt og þau eru skelfileg... "...Í dag borðaði mamma hafragraut en svo ældi hún kl. 13 því henni er svo óglatt af því að hafa mig í maganum..." - hvílík leiðindi!
Ég lifi í voninni að "endurheimta" vinkonur mínar úr barneignum að ca. ári eða tveim liðnum.
You go girl!
Unnur (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:39
ahaha.. Ylfa mín.. þú ert yndisleg..
Ég hef alltaf elskað jólin og mun vonandi alltaf elska jólin, er mikið farin að hlakka til núna, en hef mestar áhyggjur af því að skæruliðinn minn eigi eftir að stúta jólatrénu á fyrsta degi..
En það er allt í lagi.. þá verður bara jólatré í einn dag :)
Kittý Sveins, 29.10.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.