5.11.2008 | 23:47
Eg hefi etið og drukkið
Miklu meira en mér er holt í dag, eiginlega mikið meira en mér hefði verið holt á heilli viku held ég, hjúkket að ég er í megrun.
Megrunaraðferð mín felst í því að borða viðbjóð þangað til mér líður illa og fer að hugsa "þetta gengur ekki, nú verð ég að fara að taka mig á!" Og svo geri ég það, þangað til næsta kvöld, skil ekki afhverju ég er ekki að missa kíló í tugavís, ætla að ræða þetta við næringarfræðing
Er búin að fá rassasprautuna, fékk hana bara ekki neitt í rassinn, ég fékk sprautu í bakspikið, djöfuls lygarar alltaf á þessum stofnunum, ég er enn að bíða eftir áhrifum, hef ekki fundið fyrir neinum svaka krafti, minntist á þetta við mömmu og nei þá þarf maður að bíða í einhverjar vikur og fá einhverjar þrjár fjórar sprautur í viðbót áður en maður fer að slá Hemma Gunn út í hressleika
Ekki það að ég er ekkert nær dauða en lífi úr leti, það bara vantar eitthvað upp á vítamínin
Fór svo í þessa röntgen myndatöku sem ég talaði um áður, rosalega fannst mér traustvekjandi þegar það stormuðu inn einhverjir nemar og ég fæ bara svona "bíddu aðeins elskan" og svo heyri ég bara "já sjáiði t.d. hér, hér er augljóslega sprunga, og hér vantar þetta og hér vantar hitt" og ég ligg eins og fífl á einhverjum bekk í ljótum bol, engum bobbara og á sokkabuxonum, ef það efast einhver um hversu óhugguleg ég var skal ég sýna átfittið heima hjá mér á milli sjö og átta á föstudagskvöldið.
Um bloggið
Ylfa Lind Gylfadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekki góð í megrun frekar en fyrri daginn
Hei þið komið svo á laugardaginn kl:13 er það ekki?
Eva Dögg (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:35
koddu í átfittinu í hittinginn
Rakel jójó (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.