Helgi Valur

Bróðir minn átti afmæli í dag.... öhh eða bara í gær þar sem klukkan er komin fram yfir miðnætti, hann er orðinn 28 ára drengurinn og er mér búið að líða hálf illa yfir þessu, því að þetta þýðir að nú eru bara 6 ár þangað til að ég verð þrítug.

Ég hef afrekað það í vikunni að afsanna algerlega þá asnalegu kenningu að nýrnaverkir séu verri heldur en barnsfæðing, en ég fékk mína fyrstu almennilegu eftir fæðingu nú á mánudaginn, er ég mikið búin að velta mér upp úr þessu um æfina, þar sem heilbrigðisstarfsmenn hafa haft sig alla við alla mína æfi að ljúga þessu að mér, setningin "svona svona, nú þarftu ekki að kvíða því að fæða barn" hefur verið vinsæl, er að hugsa um að stofna einhverskonar samtök í tilefni af þessari merku uppgvötun.

Ég hef líka komist að því að ég er glataður Íslendingur, ég hef ekki tekið þátt í mótmælum á neinn hátt, get ekki grenjað yfir því að lánin mín hafi hækkað, er ekki með nein þannig lán, jahh húsaleigan hefur jú aðeins hækkað, og gleymi alltaf að fylgjast með verðhækkunum, sem er frekar kaldhæðnislegt verandi láglaunamanneskja, hef hugsað mér að fara að hugsa um að hugsa um að fara að bæta úr þessum ræfilshætti hjá mér.

Er líka farin að velta fyrir mér námi, langar alveg skelfilega að læra rússnesku, sænsku og norsku, en nenni ekki í stærðfræði, spurning um að fara aðeins að reyna að spá í hlutum sem gagnast mér, langar reyndar mest af öllu að læra finnsku, en hún er ekki í boði í fjarnámi vma. 

Er nebblega búin að vera að velta því fyrir mér hvað mig langar að verða þegar ég verð stór og eina niðurstaðan sem ég virðist geta komist að er sú að mig langar eiginlega til að verða aðeins minni, það gengur hægt.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með bróður þinn

ég væri sko til í að læra rússnesku...ég væri líka til á að verða aðeins minni-sko á þverveginn- ég get ekki orðið minni á hinn kantinn, ég er bara 157 cm á hæð

Ragnheiður , 16.11.2008 kl. 02:28

2 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

þakka fyrir það

Ég er einmitt að tala um þverveginn, væri jafnvel til í að vera stærri á lengdina, ekkert að því, enda bara  173 á hæð

Ylfa Lind Gylfadóttir, 16.11.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband