Kristilegt siðgæði

Eða bara siðgæði?

Oft fæ ég að heyra þegar ég nefni að ég sé ekki hrifin af kristnifræðikennslu í grunnskólum,að kristni sé þjóðartrú á Íslandi, þeas að flestir séu kristnir og þessvegna eigi að kenna kristnifræði sérstaklega í grunnskólum, og einnig fæ ég líka að heyra að börnin verði að læra kristilegt siðgæði.

Ok gott og vel en ég hef spurningar

Afhverju þarf svona upplýst þjóð eins og Íslendingar nauðsynlega að hafa þjóðartrú? Nú hef ég ekkert á móti kristinni trú og tel mig bara svona passlega trúaða sjálfa, en ég sé ekki afhverju maður getur ekki bara stundað sína kristni í sínu horni, skil ekki að þetta þurfi að vera einhver yfirlýst trú á Íslandi og sé ekki þörfina.

Er einhver sérstakur munur á kristilegu siðgæði og bara siðgæði almennt? Vantar eitthvað inn í almennt siðgæði sem finnst bara í kristni? 

Annars má alveg kenna kristni fyrir mér, svo lengi sem önnur trúarbrögð eru jafn mikið í hávegum höfð.

Fékk að sjá blað sem frænka mín sem fermist næsta vor fékk sent heim frá kirkjunni út af fermingarfræðslu sem hún þarf að mæta í fyrir fermingu, og þar er lögð sérstök áhersla á það að börnin geri sér fyllilega grein fyrir því afhverju þau ættu að láta ferma sig og afhverju ekki, þeas skýrt er tekið fram að ferming sé ekki nauðsynleg og að það þurfi að hugsa sig sérstaklega um ástæður þess að láta ferma sig, var mjög svo ánægð með það.


Flutt að heiman

Jebb þá er ég nefninlegast flutt að heiman á virkum dögum allavegana til að byrja með, og þvílíkur munur að geta komist út undir bert loft hvenar sem ég vil, þeas eitthvað svona aðeins merkilegra heldur en hérna út á svalir, og ekki versnaði það þegar ég áttaði mig á því að nú eru að koma próf í grunnskólum þannig að ég hef nóg að gera við að láta börnin hennar Lóu frænku minnar (sem situr uppi með mig eins og er) læra fyrir próf, það finnst henni Ylfu litlu ekki leiðinlegt!

En ég þakka svörin við fyrri færslu, er búin að átta mig á því hvernig ég held ég hagi þessu öllu saman.

Furðuleg lífsreynsla í gær.... Sigga vinkona mín kom í heimsókn, og við ákváðum að horfa á laugardagslaga þætti sem við fundum á skjá símanns, og Sigga hló og hló af mér því nú hafa hlutverk okkar vinkvenna aldeilis snúist við, áður var það þannig að þegar horft var á eitthvað svona þá sat ég og hraunaði yfir ALLT sem fór fram á skjánum, og voru það miður falleg orð sem voru látin falla um keppendur, klæðnað, tónlistina osfrv.

Í gær aftur á móti þá var ég voðalega mjúk eitthvað, fannst hinn og þessi bara allt í lagi...... og svona og var alltaf að reyna að vera voðalega kurteis eitthvað og passa mig á því að vera nú ekki að seigja neitt ljótt..... og nú er Sigga vinkona föst á því að ég sé nú bara orðin allt of aumingjagóð og ég sé hreynlega farin að vorkenna greyjonum..... hún bíður spennt eftir því að barnið komi út frá mér svo ég geti verið kaldhæðin og leiðinleg aftur, svo að hún geti bara hlustað á mig og verið sammála haha

Kanski verður maður svona mjúkur á því að vera tilvonandi mamma, vona samt að það fari fljótt af mér!! Ég hef virkilega gaman nefninlega af því að vera lágkúruleg og gagnrínin svo að það nær út fyrir allann þjófabálk......EN ef einhver eða eitthvað sem ég sé er virkilega gott þá er ég heldur ekkert að fela það.

Eins og t.d. það að ég skal alveg viðurkenna það hér og nú að ég var að hlusta á brot frá Jesus Christ Superstar úr Borgarleikhúsinu og verð að hrósa stúlkunni sem söng fyrir Maríu Magdalenu!! Hvar í fjandanum fundu þeir þessa stelpu??? Þetta var roooooosalegt hjá henni!

Sko ég á þetta til


Þjóðkirkjan!!

Er það satt að þar sem ég er skráð í þjóðkirkjuna (vegna leti við að skrá mig úr henni) verður barnið mitt þá "átómatískt" skráð í þjóðkirkjuna við fæðingu?

Og ef svo er þá AFHVERJU Í ANDSKOTANUM? Hver leifði það?

Þó svo að ég sé í þjóðkirkjunni, þá er það ekki mitt að ákveða trúarfélag fyrir barnið mitt og hvað þá einhverrar manneskju sem vinnur í pappírsvinnu upp á fæðingardeild

Hvað ef faðirinn er ekki í þjóðkirkjunni? Fer þá enginn að spyrja spurninga?

Hvern er ég eiginlega að spyrja þessara spurninga?...........Veit það ekki, en ef einhver getur svarað mér þá væri það fínt takk fyrir!!!

Annars er ég farin að skammast mín fyrir hvað ég er léleg við að blogga....

Það bara er einhvernveginn voðalega lítið að gerast.... ég er komin eitthvað um 31 viku á þessari óléttu minni, man bara aldrei hvað ég er komin langt, kanski er ég bara léleg mamma af því að ég veit ekki upp á dag alltaf hvað ég er komin langt haha

Er líka búin að átta mig á því (að sjálfsögðu ekki fyrr en ég er sjálf að fara að verða móðir) að það eru held ég bara allir lélegir foreldrar... ég held að öll börn hafi eitthvað slæmt um sitt uppeldi að seigja á einhverjum tímapunkti í lífinu.......hvernig komst ég að þessu?   Jú ég var að lesa umræður á barnalandi þar sem allar mæður eru nefninlega vondar mæður, það er nefninlega alveg sama hvað einhver seigir eða er að spyrja út í, niðurstaðan er alltaf sú að viðkomandi er hræðileg mamma, þá fór ég að hugsa.

En að sjálfsögðu erum við öll misslæmir foreldrar, en ég held að enginn geti verið fullkomið foreldri......ég ætla bara sjálf að reyna að vera svona ehhh...... allavegana skítsæmilegt foreldri, þeas hætta að vera taugaveikluð.

Ætla bara að vona að barnið mitt verði ekki eins klikkað og ég var á unglingsárum, held ég hafi ekki taugarnar hennar mömmu til að díla við það hahaha

Jæja ég bloggaði þó...... þó svo að það hafi kanski ekki verið mikið af viti og doldið svona hér og þar


Afrekaði

Að fara að grenja yfir þessu myndbandi af öllum

http://youtube.com/watch?v=4iTcKR4_dTg

Jább ég seigji það og skrifa, af einhverjum ástæðum fannst mér þetta myndband, sem ég hef nú samt séð ótalsinnum oft áður alveg rosalega fallegt og viti menn fór að hágrenja

Þeir sem þekkja mig eiga margir hverjir eftir að fá hjartaáfall þegar þeir lesa það að ÉG hafi farið að grenja því eins og góð vinkona mín sagði, þá er ég hugsanlega bældasta manneskja á jörðinni og höndla einfaldlega ekki svona tilfinningasemi

En þetta hafði nú samt alveg einstakt skemmtanagildi fyrir mig, því þetta er ekki í fyrsta skipti upp á síðkastið sem ég felli tár algerlega að óþörfu og eftir á finnst mér það ALLTAF jafn fyndið!!

Hormónar eru skemmtilegir!!


Vorkennandari óskast!!

Vantar einhver, helst blindann, þannig að viðkomandi sjái ekki ruslið heima hjá mér, til þess að vera hjá mér á daginn, og vorkenna mér alveg óskaplega.....

Ekki það að ég á yndislega systir sem stendur sig ofboðslega vel þegar hún er heima, en hún er að vinna allann daginn

Starfslýsing vorkenanndaranns er eftirfarandi:

Mæting svona um 11 eða 12 leitið, fer eftir skapinu í mér

Hafa endalaust hugmyndarflug til þess að mér leiðist aldrei

Lesa fyrir mig

Strjúka bakið mitt þegar mig langar (Var búin að ráða sérstaklega í þetta starf og bið ég viðkomandi að skammast sín vegna lélegrar mætingar hehe)

Vera hreynlætisfrík (þeas ef að viðkomandi er ekki blindur) svo ég geti hætt að skammast mín fyrir að vera algerlega óstarfshæf húsmóðir þessa dagana

Gott gáfnarfar skiptir mestu máli!!

 Laun í boði: Einn koss á dag og miklar þakkir!!

Jæja þá held ég að það sé upptalið, held að þetta séu ekkert of miklar kröfur og hæfir umsækendur á hverju strái... sérstaklega þeir sem geta unnið á þessum stórgóðu launum

Ég held að þetta blogg sé besta merkið um hversu mikið mér leiðist!!!


Ef einhver skildi verða nógu djöfulli

Vitlaus að ákveða að giftast mér þá er þetta bókað ég þegar að því kæmi

http://b2.is/?sida=tengill&id=281262

That poor poor bastard!!!

Einn kost fann ég við það að vera ófrísk, það hlaut að koma að því, fyrir konur sem að draga venjulega inn magann er hægt að sleppa því í nokkra mánuði og stækka bara bumbuna í staðinn, verst að ég hef aldrei haft þolinmæði í að halda inni í mér andanum, hef aldrei skilið hvernig fólk fer að þessu, er yfirleitt bara með vömbina út í loftið, ólétt eða ekki.... en þetta er kostur þó.

Annars er ótrúlega gaman að finna hreyfingar, sem verða meiri og meiri með hverjum deginum, en svona til merkis um hversu hlíðinn bumbubúinn minn er þá varð mér það á þegar ég var að reyna að lesa í friði eitt kvöldið og allt var að verða vitlaust í vömbinni að hasta aðeins á búann og seigja "hættu þessu ég er að reyna að lesa" og þá var eins og einhver færi í fílu og hreyfði sig ekki í sólarhring á eftir, á meðan ég var með tárin í augonum og grenjaði "fyrirgeeeeeeefðöööö!!" Mér var sem betur fer fyrirgefið á endanum!!


Svaðalegur djammari!!!

Já gott fólk, Ylfa Lind Gylfadóttir skellti sér á djammið um helgina... ótrúlegur dugnaður alltaf hreint, og það sem ég uppskar á þessu djammi mínu var þynnka.....hvernig í ósköponum ég náði mér í svoleiðis er mér gersamlega framandi, gæti hafa verið samúðarþynnka og svo tókst mér svo vel til að ég get varla gengið út af grindargliðnun sem er rosalega skemmtilegt fyrirbæri, sérstaklega þegar maður býr á fjórðu hæð, engin lyfta og maður kemst ekki niður stigana!!! Eeeen hún mamma mín er svo góð að sækja littlu skottu hennar systir minnar á leikskólann þannig að áhyggjurnar eru úti

Bróðir minn var svo góður að eftirláta okkur forláta pleisteisjón 2 tölvu, þar sem hann var að fá sér sama apparatið nema bara númer þrjú, þannig að nú er ekkert annað að gera heldur en að ráðast á draslið og reyna að skilja hvernig þetta virkar allt saman, eitthvað kom hann með af leikjum líka sem að hans mati eru iddijót prúvt en ég er ekki viss um að ég sé sammála, miðað við mánuðina sem ég eyddi einhverntíma uppi á spítala með ekkert fyrir framan mig nema nintendo tölvu og super mario bros númer 1 og ALDREI komst ég yfir fyrsta borðið, ræð ekkert við svona drast af einhverjum ástæðum, en maður reynir og lærir er það ekki?

Við erum búin að vera netlaus í viku, hringdum í símann áðann og komumst að þeirri niðurstöðu að það þyrfti að ýta á einn takka á roudernum og þá væri allt í lagi, held að konan í símanum hafi álitið okkur fífl...... ekki frá því

 


Skipuleggjandarinn sjálfur!!!

Alveg er það merkilegt með það að alveg sama hvað er í gangi sem þarfnast skipuleggingar þá er ég búin að troða mér að..... ekki svo að skilja að það sé nokkur þrýstingur á mig að taka svona hluti að mér, enda hef ég aldrei sýnt neina sérstæðu í einu eða neinu þegar kemur að því að skipuleggja hluti, heldur ákveð ég alltaf upp á eigin spýtur að ekkert geti komist á koppinn án þess að ég sé að skipta mér að því!! Spes!!

Alltaf er ég að sjá allstaðar söfnunarreikninga fyrir fólk sem á bágt, ekki óeðlilegt og sjálfsagt að aðstoða fólk í vanda..... en ég minntist á í síðustu færslu minni að ég mælti eindregið með því að stofnaður yrði söfnunarreikningur fyrir mig svo ég kæmist á Rufus Wainwrigth tónleika, og ENGINN svaraði og lýsti yfir vorkun!!!! HALLÓ!! Vorkennir mér ekki neinn??? (tek skýrt fram að þetta er kaldhæðni, nenni ekki að díla við þú ert klikkuð umræðuna, geri mér fyllilega grein fyrir því sjálf, þó svo að mig langi afar mikið að fara!!)

Ég var að nöldra yfir því við systir mína áðan að ég hefði eitthvað tapað af minni annars endalausu þolinmæði upp á síðkastið, og var svona að skeggræða það hvernig ég gæti náð mér í meiri þolinmæði, er svo búin að vera að hugsa þetta fram og til baka í allt kvöld, og er komin að niðurstöðu... mig langar eiginlega meira að læra að vera fyndin heldur en þolinmóð, er búin að prufa að vera þolinmóð, sá eiginleiki farinn út um gluggann og mér finnst bara allt í lagi að einhver annar eiginleiki komi inn í staðinn.....og ég vel fyndi

Hvernig lærir maður að verða fyndinn??


Djöfuls hökkun endalaust

og alltaf hreynt!!!! Þetta er ekki hægt..... ætla að ljúga því stanslaust að mér þangað til að því kemur að ég sé á leiðinni í megrun þegar þessi ólétta er búin!!

Matseðill dagsins

Morgunmatur: Hammari á Vegamótum, svona um tvö leitið

Kvöldmatur: Baby gulrætur og næstum HEIL dolla af helvítis ídýfu

Og ekkert annað, hversu ógeðslega óheilbrigður getur maður orðið?? Og ekki má gleyma því að ég gómaði systir mína með nammi í poka inni í eldhúsi sem ég á að sjálfsögðu eftir að lauma mér í

Hvað varð um gömlu góðu dagana, þegar maður át morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat?? Hugsa að ákveðin ljósmóðir myndi ekki hlæja dátt ef hún vissi hvernig ég hagaði mér Woundering

Skrapp í hetjuheimsókn í flensubæli í Vogonum, til að hjálpa til, fór ekki betur en svo að heljarmennið hún Ylfa endaði sjálf fárveik.... meiri hetjan maður!! Hefði átt að grobba mig aðeins meira haldiði??

Er búin að vera að hlusta alveg obboðslega á eitt lag í dag, finnst það alveg einstaklega skemmtilegt og mæli með því að allir hlusti vel og vandlega

 

Þessi drengur er í alveg einstaklegu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og mæli ég með því að stofnaður verði styrktarsjóður til að bjóða mér á tónleikana sem verða núna á næstu dögum!!!!!

Þarna er á ferð snilldar textahöfundur, og ekki má gleyma alveg einstaklega spes söngvari, veit ekki alveg hvað það er, en það er eitthvað!!


Gaman að vera öryrki!!

Ég er svo brjáluð að það nær ekki nokkri einustu átt, hvernig í andskotanum er ætlast til þess að maður komist af svo mánuðum skiptir launalaus afþví að tryggingastofnun er ekki til í að gera SKÍT fyrir þig!!

Nú er ég búin að standa í stappi við lækna og tryggingarstofnum síðan um miðjann Október og búin að vera launalas síðan fyrsta Nóvember.

Byrjar á því að læknirinn minn er svo "bissý" að hann tekur sér frá miðjum Okt fram í byrjun Janúar að senda fyrir mig læknisvottorð til Tryggingarstofnunar, allt í lagi með það, svo er manni hent til og frá að ná í hin og þessi gögn....... Ehh það er ástæða fyrir því að ég er ekki að vinna og vinnustundirnar sem fóru í þetta á einni viku náðu þrem dögum!! Afhverju er einhver tilbúinn til að BIÐJA mig um að hætta að vinna vegna veikinda, og svo þarf maður að standa í þessu.

Jæja allavegana þegar maður er búinn að mæta svona 20 sinnum á tryggingarstofnun til að skila gögnum til þess eins að fá að fá að heyra "Já nei þú verður að mæta með þetta og þetta líka, en svo er það komið" og svo endurtekur sagan sig aftur og aftur og aftur.

T.d. þurfti ég að mæta tvisvar með einhvern spurningarlista til þeirra, og eiga það leiðinlegasta samtal sem ég hef átt á æfinni við einhverja konu þarna

Samtal

Ég: Góðann daginn, Ylfa heiti ég, og ég er að hringja til að athuga hvernig gengur með málið mitt, þar sem ég hef ekkert heyrt frá ykkur svo lengi

Kona: Já bíddu

(konan finnur mitt mál þarna einhversstaðar og fer að kíkja á þetta)

Kona: Já þú átt eftir að skila spurningarlistanum

Ég: Já en síðast þegar ég kom að skila gögnum þá var mér sagt að allt væri komið, þar sem ég spurði svona tíu sinnum

Kona: Já þeir þarna niðri vissu ekkert af honum sko

Ég: Og afhverju er það

(ekkert svar)

Ég: og hvaða list er þetta eiginlega?

(konan útlistir það eitthvað, og ég kveiki á perunni)

Ég: En ég er löngu búin að skila þessum lista

Kona: Nei það ertu ekki búin að gera

Ég: Jú víst er ég búin að því, hefur ekki bara eitthvað farið úrskeiðis hjá ykkur

Kona: Nei og þú ert ekki búin að skila honum, og það þýðir sko ekkert að fara að ætlast til þess að eitthvað fari að gerast þegar þú skilar ekki inn gögnum sko

Ég: Heyrðu góða mín, ég er löngu búin að skila þessum blessaða lista, og þó svo að þið hafið týnt honum einhversstaðar, þá er ekki þar með sagt að ég geti ekki skilað honum aftur, en afhverju í ósköponum var ég ekki látin vita af þessu?

Kona: Við eigum ekki að taka ábyrgð á því hvort þú GLEYMIR að skila inn gögnum eða ekki

Ég: Heyrðu góða mín, ég tek það EKKI á mig að hafa gleymt þessum lista, ÞIÐ týnduð honum

Kona: Já þú verður bara að skila þessu inn ef þú ætlast til að eitthvað gerist

Ég: Og bíddu nú er ég búin að bíða í þessar blessuðu átta vikur ykkar sem þið gáfuð mér fyrst, hvað tekur þetta nú langann tíma í viðbót?

Kona: Það get ég ekkert sagt um

Ég nennti ekki að taka meiri þátt í þessu samtali, konan var alveg komin í pabbi minn er sko sterkari en þinn stílinn, þannig að ég fór strax og skilaði inn ÖÐRUM lista, og sá strax að þetta var alveg eins listi og ég hafði skilað inn áður.

Allavegana þannig að nú er ég búin að bíða í 12 vikur fyrir utan þennann stjarnfræðilega tíma sem læknirinn tók sér, og það besta við þetta allt saman, að stór þáttur í því að læknirinn minn bað mig að gefast upp á vinnumarkaði var vegna þess að ég er ÓFRÍSK, gaman að standa í svona, með hjartað í buxonum um að lenda á götunni hvenar sem er, sem betur fer er ég í viðskiptum við yndislegann banka og á góða fjölskyldu, þannig að ég á einhversstaðar heima.

En sagan er ekki búin enn, þann 12 mars fæ ég bréf sem er dagsett samdægurs um að einhver læknir á vegum TR, hafi samband við mig og boði mig í tíma til sín.

Ég hringi upp á TR fyrir helgi og spyr hvort einhver geti sagt mér eitthvað um hversu langann tíma þetta tekur og hvort ég geti haft einhver áhrif á þetta sjálf, þeas t.d. hringja sjálf í lækninn og panta tíma, ég fæ rosalega óþolinmótt svar þar sem sagt er " Þú verður bara að bíða, ég get ekkert gert!"

Gott að vera að bíða og bíða eftir launum sem eru ekki að fara að gefa mér neitt!!

Gott að vera að pirra sig á netinu!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 955

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband