Ungfrú Ísland!!

Jább Ylfa Lind Gylfadóttir er formlega orðin það langt leitt að ég er að horfa á beina útsendingu skjás eins á ungfrú Ísland, eða svona allavegana með öðru auganu, ég meira að seigja kaus eina stúlku á netinu fyrr í vikunni af skyldurækni reyndar, þekki hana sjálfa ekki neitt en þekki bróðir hennar, fyrir utan það að mér þykir stúlkan alveg guðdómlega falleg

Hef samt eina spurningu..... eiga þær að vera appelsínugular á litinn??  Ég fylgist ekki alveg með tískunni sjáiði til og ef þær eiga að vera appelsínugular, þá afhverju (og þá eru spurningarnar orðnar tvær)

Annars er einhver fatasýning núna, sá ekki byrjunina, og mér þykja þetta bara voðalega lekkert föt sem þær eru að sýna, það sem mér finnst aftur á móti ekki lekkert er það að ég skuli vera að horfa á þetta sjálfviljug og að ég skuli í alvörunni hafa skoðun á þessum málum

HJÁLP!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taxi Driver

Annaðhvort er sjónvarpið þitt bilað eða þú ert að horfa á júngfrú Víetnam... En hvað veit ég sosum, sit hérna og reyni að ná úr mér skjálftanum með Skjálfta...

Taxi Driver, 30.5.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Haha Ungfrú Ísland er það víst, nema Jónsi og Svavar Örn séu eitthvað farnir að færa út kvíarnar, en ég held í alvöru að þetta með litinn sé ekki bilað sjónvarp, því að allir aðrir litir virðast eðlilegir.......

Haha Hvað er betra til að ná skjálftanum úr nema Skjálftinn sjálfur????

Hvernig er það, hefuru eitthvað heyrt, standa Bláskógar 9 ennþá uppi yfirleitt?

Ylfa Lind Gylfadóttir, 30.5.2008 kl. 22:58

3 identicon

sad but true , þá horfðum við Björn á þetta líka , og ekki nóg með það þá giskuðum við á hverjar þrjár myndu verða í sætunum þremur og viti menn , við giskuðum á allar réttar stelpurnar , þá áttuðum við okkur á hve illa við erum haldin hér heima yfir sjónvarpinu

Rakel jóna (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe ég horfði ekki á þetta en greip kallinn minn við að horfa á þetta endursýnt í dag...dæs...ég var alvarlega að spá í að henda kallinum

Ragnheiður , 31.5.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Rakel: Ég giskaði allavegana vitlaust, þannig að mér líður aðeins betur eftir að hafa lesið kommentið þitt

Ragnheiður: Hahaha hefur þetta ekki bara verið einhver félagsleg rannsókn hjá kallinum??

Ylfa Lind Gylfadóttir, 31.5.2008 kl. 22:03

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já kannski, líklega þá kjólarannsókn...sjá hversu stuttir/síðir þeir eru og svona

Ragnheiður , 31.5.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Aha nauðsynlegt að hafa það á hreynu, og svo má ekki gleyma litum í kjólonum, prósentufalli á milli dökkærðra og ljóshærðra keppanda og svoleiðis má lengi telja, held að þetta gæti verið afar merkilegt rannsóknarefni ef maður spáir aðeins í því hehe

Ylfa Lind Gylfadóttir, 31.5.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 954

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband