VARÚÐ!!!!

                                 Óléttublogg!!

Jæja þá eru komnar einhverjar rúmar 35 vikur. Fór til ljósu í gær og spaði litli alveg að stækka og svona líka fínn hjartsláttur.

Enn ber á fáfræði minni þegar ljósan spyr "Hvar finnuru hikstann?" Og ég svona "Ehh hiksta? Það veit ég ekki, hann er bara alltaf á vaðandi siglingu!" Og ekki batnaði það þegar hún seigir "Hann er í höfuðstöðu" og ég spyr í fáfræði minni " Og hvað er það eitthvað verra?" þá er það víst betra þar sem hann er ekki sitjandi, ég einfaldlega VERÐ að fara að lesa þessar spaðleiðinlegu bækur sem heita ýmist "barn á leiðinni" eða "Barnið" eða eitthvað álíka spennandi, og sleppa mjög svo fræðilegu bókinni sem Baldur frændi lánaði mér um pyntingar í gegn um aldirnar sem mér þykir eiginlega miklu meira spennandi.

Allavegana, komst að því að ég er bara ekkert ímyndunarveik eins og ég var búin að sannfæra sjálfa mig um, ég s.s. fór með sýni út af nýrum fyrir 2 vikum síðan, sannfærð um að það væri eitthvað að, en þar sem enginn hringdi þá hélt ég bara að verkirnir, nýrna og samdráttarverkirnir væru bara ímyndun í mér og bara sætti mig við það, svo kemur það í ljós í gær að enginn hefði heyrt nokkuð af þessu sýni og að það væri bara víst bullandi sýking, og ég er bara heppin að það fór ekki fæðing af stað, gott að vita hversu vel er hægt að treysta á svona. Rosalega þæginlegt líka að halda að maður sé orðinn það veikur á geði að maður sé farinn að ýminda sér verki og einkenni sjúkdóms sem maður er búinn að vera að díla við í töttögu og þrjú ár og á að þekkja út og inn. Eeeen nú er búið að setja allt af stað og ég er bara að bíða eftir svari yfir því hvað á að gera, en mér skilst að héðan í frá ætli enginn að taka dramatíkina á þetta þó svo að ég fari af stað. Mér er skapi næst að hætta að taka inn lyfin mín og fara í maraþonhlaup hérna upp og niður stigana, en maður má víst ekki vera of brjálaður er það?

Ég er sko orðin færari en fjandinn að redda mér í hinum ýmsu daglegu fimleikum sem venjulega þarf að eiga við, ss að labba upp og niður stigana, og klifra upp í rúmið mitt þrátt fyrir grindarvesen, mjög svo stolt af sjálfri mér, labba samt eins og mörgæs og lít út eins og fjall, en er að vona að það gangi til baka allavegana svona fljótlega eftir fæðingu, hehe.

Amma sendi mér heimferðargalla og ýmis prjónaverk með sjómannadagsheimferðum, og þetta var nú ekkert slor, það er meira að seigja strumpur á heimferðarhúfunni. Svo gaf hún okkur líka bangsímon ömmustól ótrúlega flottann. Tinna er búin að koma með bílstól frá henni og Ölbu handa okkur, og svo er að týnast inn svona hitt og þetta, held að okkur vanti eiginlega ekki neitt, fáum föt og allt í láni, svo er svo mikið til síðan að Júlía var lítil.

Mig dreymdi að ég hefði fætt barn, bara svona heima, hafði ekki nennt að gera vesen úr þessu og bara dreif þetta af, og út kemur þetta rosalega hárprúða alveg svoleiðis sköll rauðhærða barn, svo er ég búin að þvo barninu og setja á það bleyju þegar einhver spyr "Hvort er það" og ég hafði ekki hugmynd um það þannig að ég kíkti og þá var þetta barasta STELPA gott fólk, enginn sprelli þar á ferð. Þannig að hvað veit maður? Kanski eignast ég bara rauðhærða og bláeygða stelpu í staðinn fyrir dökkhærða og brúneygða strákinn sem ég á von á, náttúrulega veit ekkert um hvernig litir eiga eftir að vera, en svona ef ég ber það við að drengsi er ekki bara valsari heldur líka sonur minn, þá þykri mér ekkert ólíklegt að litirnir verði dökkir, en maður veit samt aldrei.

Mig dreymdi nafn, sem mér þykir svona glimrandi fallegt, þannig að ég hugsa að ég noti það, ef samþykki fæst á öllum stöðum, ég náttúrulega get aldrei haldið kjafti yfir neinu þannig að ég er búin að klaga í fullt af fólki, enda bara valdir menn sem meiga ekkert vita.

Jæja þá ætti þetta að vera komið fínt af hormónabloggi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg að verða búið hjá þér, hvort okkar ætli hlakki meira til , ég eða þú :) Hormónar hormónar hormona ,,, við Eysteinn áttum langt samtal í gær um Hitler og nasista, mækul Jakkson, og ýmsa geðveiki og ég var að útskýra fyrir honum hormóna ,,, hann náði þessu með Hitler og nasista og gyðinga, hann náði hr jakkson en hormónar ,,,,,,,,, " mamma eru hormónar eitthvað líkt og  mórmónar" ,,, það fór eitthvað úrskeðis. Hlakka til að sjást á föstudaginn ,,, þú getur hlaupið upp stigan ,,, nú verð ég taugaveikluð um að þú fæðri rauðhærða stelpu í stofunni hjá mér.

Kristrún Ýr (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 20:01

2 identicon

ég dreymdi einmitt líka á minni meðgöngu að hafði fætt barnið bara heima og gerði sem minnst úr þessu öllu , lét engan vita heldur hélt bara minni rútínu í lífinu , skondið, en nú er ég bara gekt forvitin um nafnið sem þig dreymdi , en gaman að segja frá því að nafnið hennar Heru þ.e.a.s Heru nafnið ,ekki Sigurveig, það kom einmitt til í draumi , ekki mínum draumi heldur annara manneskju sem dreymdi það sama sólahring og hun fæddist og mér leist bara svona vel á það

Rakel Jóna (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:49

3 identicon

Hei í alvöru Ylfa það er ekkert grín ef þú fæðir svo rauðherða stelpu þú veist að rauðherðingar eru rosa spes:)

Ég er líka forvitin með nafnið... Og ég vill líka dreyma nafn því mér dettur ekkert í hug hvað ég á að skýra minn þarf heldur ekkert að stressa mig enda alveg 16 vikur eftir:)

Eva Dögg (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 955

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband