25.6.2008 | 18:58
Dýraníð!!!
Mig langar að byrja á því að lýsa því yfir að mér finnst dýr vægast sagt ógeðsleg, ÖLL DÝR!! Já líka sæti krúttu hvolpurinn þinn eða yndislegi kisinn þinn allt tærasti viðbjóður í mínum augum, þetta er einhver fóbía sem ég hef alltaf verið með og á sennilegast seint eftir að lagast af henni. Fyrir utan það að ég er dauðhrædd við dýr, sérstaklega ketti sem að mínu mati eru svikulustu og ógeðfelldustu og leiðinlegstu dýr í heimi!! Á mínu heimili eru tveir fiskar í búri og þeir eru algerlega á mörkonum með að sleppa....
Næstum allir þeir sem þekkja mig af einhverju viti, vita þetta, þó svo að margir gera sér ekki grein fyrir því, flestir halda að bara afþví að voffinn þeirra eða kisinn er svo sætur og yndislegur þá geti mér ekki fundist þetta, sem er alrangt, ef þú hefur ekki gert þér grein fyrir því hingað til vinur/vinkona sæll/sæl, þá leiðréttist það hér með- þetta ógeðslega háruga og slefandi kvikindi sem þú dröslast með hvert sem þú ferð er ógeðslegt og skítugt!!
Ástæðan fyrir þessum lýsingum mínum er sú að ég á rosalega erfitt með að skilja hvernig í ósköponum er nú samt hægt að fara illa með dýr, og ef að ég, sem hef rosalega mikinn viðbjóð á þessum kvikindum get ekki ýmindað mér að misþyrma dýri, hversu óendanlega veikur á geði þarftu að vera til að geta meitt dýr? Hef oft velt þessu fyrir mér og á örugglega oft eftir að gera það héðan af!!
Annars er allt í góðu á þessu heimili, pabbi er að koma heim líklega eftir helgi, það gengur allt svo vel eitthvað, og allt gengur mikið fljótar fyrir sig en okkur var tjáð í byrjun, enda hörkukall þarna á ferð, það verður nú ekki leiðinlegt að fá kallinn heim áður en litla barnið kemur, hann er búinn að kvíða svo fyrir því að missa af öllu havaríjinu í kring um það, þannig að ég er búin að ákveða að vera ekkert að unga út fyrr en þá, að því gefnu að ég sé almáttug og að sjálfsögðu hafi fulla stjórn á þessu öllu saman, það er gott að geta logið að sjálfum sér.
Byrjaði að fá samdráttarverki á föstudaginn, var hjá mömmu sem var eins og brjálaður maður á skeiðklukkunni og var komin alveg niður í sex mínotur á milli verkja, sem mér fannst nú bara vel af sér vikið, en svo hætti allt við, krakkinn hefur bara ákveðið að vera ekkert að standa í þessu neitt meira, enda örugglega húðlatur eins og móðirin... annars finnst mér þetta svindl og ég horfi á þetta þeim augum að nú sé ég búin að þessu og þurfi ekki að gera meir takk fyrir pent!! Og enn er gott að geta logið að sjálfum sér!!
Er búin að gera doldið grín af mömmu eftir föstudagsbrjálæðið, þar sem hún var í útlöndum kellann þegar systurdóttir mín kom í heiminn, og hvað gerir hún kerlingin þegar ég fer svo af stað? hmm? Hún sér sér ekki annað fært en að skella sér í útileigu, held að hún höndli ekki lætin í kring um barnsburð og forði sér bara hehe
Um bloggið
Ylfa Lind Gylfadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe já það brestur greinilega í hana flótti. Gott að heyra af pabba þínum, hann er jaxl !
Ragnheiður , 25.6.2008 kl. 19:01
Haha já enda best að forða sér þegar ég finn til, það þekkir enginn eins vel og hún móðir mín!!
En já kallinn er svo sannarlega jaxl í mínum augum hehe
Ylfa Lind Gylfadóttir, 25.6.2008 kl. 19:32
hehe mamma mín var viðstödd þegar Sigurveig fæddist og ég get sagt þér það að þegar allt erfiðið var búið, sem stóð yfir í 12 klst, þá fór hún móðir mín heim og svaf í 18 klst samfleytt, hún voða uppgefin eftir þetta ummmm...hvort var þetta erfiðara fyrir mig eða hana ... maður spyr sig?
Rakel jó (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 11:51
Blahaha já maður spyr sig Rakel, held að maður geri sér enga grein fyrir því hvað maður er að leggja á kerlingarnar!
Ylfa Lind Gylfadóttir, 26.6.2008 kl. 15:05
Gott að kallinn er að braggast :D Gangi þér vel Ylfa mín
Hrefna (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 19:31
Takk fyrir það Hrefna
Ylfa Lind Gylfadóttir, 26.6.2008 kl. 19:58
Ojjj mér finnst líka dýr ógeð sko en vill samt ekki að fólk sé vont við þau það er alveg óþarfi
Skemmtilegt föstudagskvöld hjá mér sko er búin að setja inn myndir af okkur frá Guddu Gé hittingnum...
Þú átt sko að kíkja á
Eva Dögg (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.