7.7.2008 | 14:08
Allt stopp!!!
Þá er mín bara komin frammyfir og ekkert að gerast, meira að seigja var bara í sumarbústað um helgina, svo sannfærð var ég um að ekkert drama færi í gang.
Mér líður bara alveg ágætlega, nema að ég get ekkert sofið, en það hlítur að koma á endanum, en annars er allt í blóma, ég er ekkert farin að BÍÐA, annað virðist gilda um ættingjana hehe, margir að hringja og senda sms til að spyrja frétta og bið ég alla afsökunar sem ég hef ekki náð að svara....
Fór í stelpuhitting í gær til að sjá framan í hana Björk vinkonu sem er heima í sumarfríji frá Danaveldi og var rosa gott aðeins að fá að slúðra við hana, Kristrúni Ýr og Sædísi, eitthvað sem við gerum reglulega, svo reyndar kom Ívar greyjið heim og á hann skilið fálkaorðuna fyrir hversu rólegur hann var á meðan við ræddum hinar ógeðslegustu hliðar á meðgöngu og fæðingu!!
Ég er orðin nokkuð föst á því að ég sé bara með stelpuling í staðinn fyrir strákaling í bumbunni, samanber draum hjá Rakel Jónu sem sést í kommentakerfinu við síðustu færslu, og mína drauma ásamt fleirum, það virðist öllum vera að dreyma stelpu, nema Karlottu frænku sem sendi mér sms í morgun og sagði mér að hana hefði dreymt að ég væri með lítinn prins í fanginu.... Þetta er orðið æsi spennandi, niðurstaða mín er að ég er með stelpu eða annað hvort er drengurinn svona snaröfugur eða þá að ég á eftir að fá að heyra einhvern daginn "Mamma, ég er búin að vera í fastur í karlmannslíkama alla æfi og nú ætla ég loksins að láta verða að því að láta breyta mér í kvennmann"
Heppinn hann að eiga svona "líbó" mömmu!!
Djókurinn var samt alltaf að hann þyrfti á sálfræðihjálp að halda til að útskýra það fyrir Ölbu frænku sinni að hann væri gagnkynhneigður!! Það gæti orðið eitthvað drama hehe
Um bloggið
Ylfa Lind Gylfadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel Ylfa mín! Kíki reglulega inn til að tékka á hvort þú sért búin! :)
Díana (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 17:18
Vildi óska þér góðs gengis, kíki reglulega inn til að fylgjast með ættingjonum mínum hehehe
helga j (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 19:49
hae hi ekki gekk tad ad klara adur en vid forum.... vonandi kemur hann fljotlega og mundu ad lata mig vita elskan....
vid verslum eitthvad flott handa honum uti eg lofa...
love Tinna
Tinna (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 21:34
Það verður að koma inn daglegt blogg þar til gaurinn kemur!!!
Annas fer ég að hringja oft á dag
Eva Dögg (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 20:22
Ylfa það er aldrei neitt stopp í líkamanum, ef allt er stopp þá er maður dauður, þó þú sért ekki komin í fæðingu þá er samt ekkert stopp í gangi, það er bara ekki fæðing í gangi skiluru , líkami þinn er á fullu að undirbúa komandi fæðingu þó þú finnir ekki fyrir því, það er einmitt mikið um að vera hjá þér núna ,manni líður bara eins og allt sé stopp af því maður er ekki komin með bullandi verki og svona skiluru, þetta gæti verið lognið á undan storminum , vertu bara róleg ,njóttu þess að geta farið í sturtu, í bað, leggja þig, tala í síma ,kúka og svona í friði en ekki alltaf með ungabarn með þér í þessum athöfnum, gangi þér vel
Rakel Jóna (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.