Seint drullast sumir af stað

En hafa það þó af á endanum

Ég er sum sé búin að fæða barnið, annað væri óeðlilegt, krakkinn orðinn 7 vikna gamall, ég ætla að reyna að tjóna saman hérna svona semi yfirliti um hvernig þetta fór fram allt saman, man samt alveg voða takmarkað eftir þessu vegna lyfjavímu hehe

Allavegana þá var ég með hríðar í tvo sólarhringa, þá fékk ég nóg af því að dangla á milli sjúkrahússins og heim þannig að ég var tekin inn á fæðingardeild, og þar ákvað einhver yndisleg ljósa sem ég hef ekki gvöðmund um hvað heitir að ég gæti ekki meir (hvað meinti konan? hörkutólið ég!!)  og ákvað að sprauta mig niður og Kristrún og Anna Mæja voru sendar heim að hvíla sig, enda ekkert djók að eiga við mig geðvonda og leiðinlega í tvo daga streit!!

Þessi sprauta gerði nú lítið annað heldur en að dópa mig upp, en verkirnir fóru fjandann ekki neitt þannig að eftir tvo tíma af þessari vitleisu kemur þessi yndislega kona aftur og seigir að hún neyðist til að mænurótardeifa mig, á þessum tímapunkti var ég farin að öskra og æpa (hörkutólið ég?? aldrei!!) og var gersamlega kolbrjáluð, yfirleitt þegar verið er að stinga mænunál í fólk þá þarf að hjálpa því að ýta á móti, en hjá mér þurfti að halda aftur af mér, ég vildi þetta helvítis drasl inn núna og strax!!! Hugsa að ég sé ein af fáum sem veit ekkert betra í heiminum heldur en mænustungu!!

Allavegana þegar þetta var komið inn í bakið á mér þá varð sko allt betra!!

Ég reif upp spilarann minn og fór að hlusta, lögin sem ég man eftir að hafa hlustað á voru

Oh what a world - Rufus Wainwrigth

Vibrate - Rufus hinn sami

Clap hands - Tom Waits

I hope that I don´t fall in love with you - Tom hinn sami

God´s gonna cut you down - Johnny Cash

I fougth the law - sami Jón

 Svo allt í einu ákvað ég að það væri eitthvað óviðeigandi að vera að hlusta á þessi lög svona rétt á meðan ég væri að fæða nýtt líf í heiminn þannig að ég slökkti, en þarna fann ég enga verki, bara þrýsting og það fannst mér bara fínt!! EN svo hætti það að vera fínt!! Allt í einu seigir önnur ljósa sem þarna var komin (líka algert æði) að ég skuli fara að hringja út varaliðið, sem ég og geri og Kristrún og Anna koma brunandi upp á fæðingardeild, um leið og þær koma seigir frúin mér að prufa að rembast, og ég að sjálfsögðu læt það eftir kellu og "prufa" að rembast, og ég get sagt ykkur það að þetta var sko engin helvítis æfing, heldur drífur minn sig bara af stað svona allt í einu, þó svo að hann hafi látið bíða eftir sér svona lengi fram að þessu, á tíu mínotum kemur kall í heiminn!! Sem betur fer því að ég snarhætti við þetta allt saman svona 8 þúsund sinnum á meðan á þessum tíu mín stóð!!
Endaði með því að ég algerlega neitaði að taka þátt í þessari vitleisu, en þá var sem betur fer komin kollur og ljósan reif í hendina á mér og sagði "láttu ekki svona, finndu það er kominn kollur" þá svona "já ok fyrst þú endilega vilt!!" Svo kom kall bara út svona líka þrælmyndalegur!!

Anna systir sendi öllum sms og snarlaug í alla að það væri ekki stingandi strá á hausnum á barninu, en það var nú bara víst hár, bara ekki svart eins og við hefði mátt búast!! Svo deyr hún úr hlátri þegar barnið er svona hálfnað út og seigir "Ylfa hann er alveg með nefið þitt, nasirnar og allt saman" Mér var ekki alveg hlátur í hug á þessu tiltekna mómenti en það kom svo að því að ég fattaði hvað hún átti við, þetta er hugsanlega það eina sem ég á útlitslega séð í barninu!!

Jæja þegar barnið var komið, var honum skellt upp á bringu á mér og jesús minn hvað maður var nú eitthvað lítill og ræfilslegur, man bara að ég gerði ekki annað en að væla um það að hann væri allt of lítill, þetta gæti bara ekki staðist!!

Svo seigir ljósa "Jæja þá á eftir að koma fylgjunni út" það fannst ekkert öllum ég vera neitt svaka pen þegar ég sagði eitthvað á þessa leið "Djöfullinn er það helvítis helvíti nú eftir?" En hún rann nú bara út þannig að það var allt í góðu, svo var litli mældur og viktaður og svona, en svo þurfti ég að fara frá honum í svæfingu, svo man ég ekki meir fyrr en ég vaknaði í einhverju herbergi og heimtaði að fá að komast til lillanabbans míns, svo er mikið af þessu bara í einhverri móðu og ég veit eiginlega ekki mikið meir um næstu daga, fékk samt að koma heim eftir einhverja daga, og þá tók systa við sem around the clock hjúkka, TAKK FYRIR ÞAÐ ANNA OKKAR!!! Því að mamman nýja var freeeeeeekar dópuð af verkjalyfjum, en svo fékk ég að hætta á þeim og síðan er allt búið að vera nokkurnveginn í blóma!!

Gylfi Valur fæddist sum sé þann 16 júlí, og er þá að verða tveggja mánaða gamall, (jesús minn góður og halelúja!!) Og er aaaaaaaalger engill, hann reyndar fékk aðeins í magann (eins og svo mörg börn) en það er allt að lagast með lyfjonum hans sem eru alveg að snarvirka!!

Hann er orðinn stór og stæðilegur og ég er föst á því að ég hafi aldrei átt ungabarn, hann heldur að hann sé sjö mánaða og er að reyna að búa sig undir það að fara að labba, aaaaaaaaaðeins að drífa sig greyjið, en það er víst algengt með svona magabörn, þau verða víst svo stíf að þau eru aldrei svona lin eins og hin sem sleppa við magavesenið.

En jæja þá er hann byrjaður með aríurnar sínar, þarf að fara að dæla mjólk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Jæja! Ég bjóst eiginlega ekki við að sjá færslu hér hehe

Til hamingju með guttann...hann er áreiðanlega flottur !

Ragnheiður , 9.9.2008 kl. 07:33

2 Smámynd: Kristrún Heiða Þórarinsd Busk

usss það verður sko allt betra loksins þegar maður fær mænurótadeifinguna ;) en gaman að heira að þett fór alltsaman vel hjá ykkur ;)

kv kristrún og sigurdís brjálaði leikskóla kjúklingur

Kristrún Heiða Þórarinsd Busk, 9.9.2008 kl. 09:05

3 Smámynd: Kittý Sveins

Gaman að sjá BLOGG :)

Yndislegt að lesa söguna :)

Þú ert frábær.. þið eruð frábær :)

Næst seturu inn mynd er það ekki :D

Kittý Sveins, 9.9.2008 kl. 16:14

4 identicon

hæhæ loksins kom eitthvað blogg..takk fyrir að lána mér littla mann í dag og við sjáumst vonandi sem fyrst..er farin a sakna ykkar..

kem kanski við a´morgun með stólin :)

Tinna (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Berglind Inga

Gaman að sjá blogg frá þér   til hamingju með drenginn, fallegt nafn.

Berglind Inga, 10.9.2008 kl. 17:14

6 identicon

Sko mína, bara farin að blogga og allt. Það eru nú ekki einu sinni ýkjur með drenginn hvað hann heldur því statt og stöðugt fram að hann sé alveg 7 mánaða. Þvílíkt sem hann er duglegur. Yndislegt að fá ykkur í heimsókn í dag!

Sólrún (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 00:33

7 identicon

Skemmtilegt að lesa bloggið hjá þér.

Enn og aftur til hamingju með strákinn og fallega nafnið hans. Ég hitti bróðir þinn um daginn og bað hann um að skila kærri kveðju til ykkar, vona að hún hafi komist til skila Ylfa mín. Gangi ykkir vel og hafið það gott

Bestu kveðjur Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:00

8 identicon

Flott að sjá blogg hér:)

Bið að heilsa sæta frænda!

Eva Dögg (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband