16.10.2008 | 21:15
Ég er
Lélegasti bloggari í heimi, kanski fyrir utan Birki og hugsanlega Egil.
En nú skal ég reyna að bæta mig aaaaaaaðeins.
Málið er bara að þegar lífið þitt snýst um barnaælu og kúk, þá er svosem ekki frá mörgu að seigja, ég gæti skrifað inn svona þrjúþúsund sögur af því hvað hann sonur minn er nú sætur og sniðugur, en hver hefur gaman af svoleiðis, jú ég sjálf, þannig að ég held þessu bara fyrir mig.
Er búin að reyna að gera mitt besta til að skilja hvað í fjandanum er búið að vera í gangi í þjóðfélaginu, ákvað að nenna ekki meira, hætta og fara, það getur einhver annar pirrað sig á þessu heldur en ég
Málið er að þegar maður er nýbúin að ulla út svona barni eins og ég var að gera, fylgir oft hundleiðinlegur fylgifiskur sem kallast oft brjóstaþoka, sem kemur þannig fram hjá fólki að það veit ekki neitt, EKKI NEITT og ég virðist vera með frekar alvarlegt keys af þessu, samanber það að ég næstum því tapaði fyrir systir minni og vinkonu í Buzz af öllu!!
Svo er maður kanski að lesa æsispennandi krimma (sorrý get ekki lesið neitt merkilegra) þá bara púff er maður allt í einu farinn að spá í því hvenar maður skipti síðast á og gaf að drekka, og maður man það ekki einu sinni, og hvað þá hvað var nú að gerast í bókinni.
En ég fór samt í gær í bíltúr með honum Birkiri mínum (sorrý hann slátrar mér ef ég skrifa nafnið hans öðruvísi) og það var fræðandi og skemmtilegt, við tókum þá ákvörðun að það væri bara fjandi sniðugt að skreppa með strákana, (hans og minn) í sumarbústað einhverja helgina, svona til að þykjast vera fullorðin, þannig að það er allavegana á dagskrá.
Svo er ég orðin svona mamma sem fólk getur hneykslast á, jú ég er nefninlega að fara á djammið AÐRA HELGINA Í RÖÐ!! Og bið ég fólk að leggja ekki of mikið á símalínurnar hjá barnaverndarnefnd, en þannig vill nú til að vegna vinnu hjá bestu vinkonum ákvað ég að ammælisdjamma síðustu helgi, svo bauð hún systa mér að fara aftur á laugardaginn, svona í ammælisgjöf. Enda á ég ekki ammæli fyrr en þá.
Þannig að ég er hin hræðinlega, ofdrekkandi, hrukkótta, og vanrækjandi mamma, gvöð sé oss næstur.
Um bloggið
Ylfa Lind Gylfadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey ! áttu afmæli á laugardaginn ???
Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 21:36
Jebb ég verð tvítug á laugardaginn
Ylfa Lind Gylfadóttir, 16.10.2008 kl. 22:57
Ó til hamingju með það, ég á afmæli á morgun. Það hlaut að vera að þú ættir svona eðalafmælisdag hehe
Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 23:45
Hahaha er þá ekki viðeigandi að seigja til hamingju með afmælið?? Ætla að gera það á þinni síðu líka
Ylfa Lind Gylfadóttir, 17.10.2008 kl. 00:45
hei þú gleymdir nú alveg að segja hversu góð vinkona þín var með barnið síðustu helgi meðan þú djammaðir :)
búhúhúhú....
ég fer að kikja aftur og knúsa Gylfann min..er farin að sakna hans massívt
Tinna (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 09:22
Hehe vá hvað ég er að skilja þig ég blogga bara um son minn
Já halló brjóstaþokan er að gera útaf við mig sko ég veit EKKERT sem er svosem gott eins og þjóðfélagið er núna!
Mér finnst gott hjá þér að vera fara djamma
Eva Dögg (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:11
Ég biðst innilegrar INNILEGRAR afsökunar Tinna Berg!!!
Haha Já Eva mín maður er ekki alveg bjartasta ljósið þessa dagana!
Ylfa Lind Gylfadóttir, 17.10.2008 kl. 11:40
þér er fyrirgefið elsky Ylfan mín :)
ég verð svo að fara a koma aftur..ég finn mér bara varla tíma til að anda hvað þá meira
Tinna (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.