Helgi Valur

Bróðir minn átti afmæli í dag.... öhh eða bara í gær þar sem klukkan er komin fram yfir miðnætti, hann er orðinn 28 ára drengurinn og er mér búið að líða hálf illa yfir þessu, því að þetta þýðir að nú eru bara 6 ár þangað til að ég verð þrítug.

Ég hef afrekað það í vikunni að afsanna algerlega þá asnalegu kenningu að nýrnaverkir séu verri heldur en barnsfæðing, en ég fékk mína fyrstu almennilegu eftir fæðingu nú á mánudaginn, er ég mikið búin að velta mér upp úr þessu um æfina, þar sem heilbrigðisstarfsmenn hafa haft sig alla við alla mína æfi að ljúga þessu að mér, setningin "svona svona, nú þarftu ekki að kvíða því að fæða barn" hefur verið vinsæl, er að hugsa um að stofna einhverskonar samtök í tilefni af þessari merku uppgvötun.

Ég hef líka komist að því að ég er glataður Íslendingur, ég hef ekki tekið þátt í mótmælum á neinn hátt, get ekki grenjað yfir því að lánin mín hafi hækkað, er ekki með nein þannig lán, jahh húsaleigan hefur jú aðeins hækkað, og gleymi alltaf að fylgjast með verðhækkunum, sem er frekar kaldhæðnislegt verandi láglaunamanneskja, hef hugsað mér að fara að hugsa um að hugsa um að fara að bæta úr þessum ræfilshætti hjá mér.

Er líka farin að velta fyrir mér námi, langar alveg skelfilega að læra rússnesku, sænsku og norsku, en nenni ekki í stærðfræði, spurning um að fara aðeins að reyna að spá í hlutum sem gagnast mér, langar reyndar mest af öllu að læra finnsku, en hún er ekki í boði í fjarnámi vma. 

Er nebblega búin að vera að velta því fyrir mér hvað mig langar að verða þegar ég verð stór og eina niðurstaðan sem ég virðist geta komist að er sú að mig langar eiginlega til að verða aðeins minni, það gengur hægt.


Eg hefi etið og drukkið

Miklu meira en mér er holt í dag, eiginlega mikið meira en mér hefði verið holt á heilli viku held ég, hjúkket að ég er í megrun.

Megrunaraðferð mín felst í því að borða viðbjóð þangað til mér líður illa og fer að hugsa "þetta gengur ekki, nú verð ég að fara að taka mig á!" Og svo geri ég það, þangað til næsta kvöld, skil ekki afhverju ég er ekki að missa kíló í tugavís, ætla að ræða þetta við næringarfræðing

Er búin að fá rassasprautuna, fékk hana bara ekki neitt í rassinn, ég fékk sprautu í bakspikið, djöfuls lygarar alltaf á þessum stofnunum, ég er enn að bíða eftir áhrifum, hef ekki fundið fyrir neinum svaka krafti, minntist á þetta við mömmu og nei þá þarf maður að bíða í einhverjar vikur og fá einhverjar þrjár fjórar sprautur í viðbót áður en maður fer að slá Hemma Gunn út í hressleika

Ekki það að ég er ekkert nær dauða en lífi úr leti, það bara vantar eitthvað upp á vítamínin

Fór svo í þessa röntgen myndatöku sem ég talaði um áður, rosalega fannst mér traustvekjandi þegar það stormuðu inn einhverjir nemar og ég fæ bara svona "bíddu aðeins elskan" og svo heyri ég bara "já sjáiði t.d. hér, hér er augljóslega sprunga, og hér vantar þetta og hér vantar hitt" og ég ligg eins og fífl á einhverjum bekk í ljótum bol, engum bobbara og á sokkabuxonum, ef það efast einhver um hversu óhugguleg ég var skal ég sýna átfittið heima hjá mér á milli sjö og átta á föstudagskvöldið.

 


Er þetta frétt?

Í alvöru? Er ekki kreppa? Hefur einhver efni á því að borga blaðamanni fyrir þessa stórmerkilegu uppgvötun? Líður einhverjum betur með að vita þetta? Eru menn beggja vegna Atlashafsins ekki að halda vatni yfir þessu? Er ég að spyrja of margra spurninga?

http://visir.is/article/20081104/LIFID01/603338593

Ég á barasta ekki orð


Barnaland

Já gott fólk, ég hef nú framkvæmt eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei gera, annarsvegar vegna leti og hins vegar vegna skorts á tæknikunnáttu, en jú mér tókst að tjóna saman eins og einu stykki af svona skítsæmilegri barnalandssíðu, ÉG AF ÖLLU FÓLKI!!!

Þetta er enn voða klént eitthvað en hún Elva Björk tæknimaður heimilisins ætlar að sjá til þess að þetta verði í lagi, ss að hjálpa mér að laga þetta eitthvað til.

Ég er að fara að fá sprautu í rassinn á morgun (spurning um hvort þetta hafi verið ónauðsynlegar upplýsingar) En ég er án djóks það löt að ég á að fá vítamínsprautu einu sinni í viku, og þarf að sjálfsögðu að borga einhverjum fyrir að gera það, ætla nú samt að reyna að fá það í gegn að gera þetta sjálf, hef oft sprautað einhvern með þessu efni, og nú er kreppa og ég hef bara engann áhuga á því að þurfa að labba niður á heilsugæslu (alveg heila 200 metra) bara til þess að borga einhverjum fyrir að gera eitthvað sem ég er fyllilega fær um sjálf, spurning samt hvernig yrði tekið í það í apótekinu þegar ég birtist og heimta að fá að kaupa sprautur.

Svo þarf ég að fara í einhverja röntgenmyndatöku af bakinu og einhverja skuggamyndatöku af nýronum, og að sjálfsögðu á þetta eftir að kosta handlegg eða tvo, verst að það er ekki hægt að hamstra í þessum málum, annars væri ég mætt upp á hverja einustu sjúkrastofnun sem ég gæti grafið upp og myndi heimta hinar og þessar rannsóknir, spurning um að gera þetta og sjá hvernig tekið væri í? Ekki má gleyma lyfin sem maður kaupir og tekur í tvo daga þangað til að maður fær hringingu um að þau séu ekki að sýna virkni, óþarfa lyfjakostnaður fer svona rokkandi frá fimm þús upp í svona tuttugu þús á mánuði

Pointið er að það er fokk dýrt að fara í svona rannsóknir og trítmenntanir (vahá hvað ég fann þetta orð upp alveg sjálf) og í engu samræmi við launinn sem maður fær þegar maður er svona ræfill, ég tildæmis hitti nýrnalækni um daginn í tíu mínotur, fyrir það þurfti ég að borga fökkings fimmþúsund kall, ég get svo dauðslifandisvariðþað að ef hann hefði ekki verið svona ungur og myndalegur hefði ég sagt honum að troða þessum reikning þar sem sólin skín ekki, afar sjaldan reikna ég með allavegana.

Allt þetta vesen hefur gert það að verkum að ég hef aldrei haft efni á því að kaupa mér íbúð, bíl eða nokkurn skapaðann hlut sem ég gæti verið með á erlendum lánum.

Lán í óláni???

gylfivalur.barnaland.is


Jólin

Já jólin!!

Málið er að ég hef alltaf og hélt ég myndi alltaf hata jólin, afhverju veit ég ekki, en mér finnst fátt leiðinlegra heldur en jólaskraut, jólalög, jólakort, jólabakstur og þessi endalausa helvítis falska hamingja sem leggst yfir alla, á meðan visareikningurinn liggur eins og mara yfir fólki, nenni yfirleitt ekki að standa í þessu, og ef ég slysast til að setja upp jólaskraut, nenni ég aldrei að taka það niður aftur.

EN núna á ég barn og neyðist hvort sem mér líkar betur eða verr að fara að taka þátt í þessari geðveiki, ég hef reynt áður og ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að læra að hafa gaman af þessari vitleisu.

Var á jútúb í gær og var að skoða jólalögin sem Baggalútur hefur gefið út, og er ekki frá því að þau gætu átt stórann þátt í því að bjarga því sem bjarga verður af jólaskapinu mínu.

Og já ég veit að það er enn bara október!


Ég á ammæli

Í dag, og hef því ekki hugsað mér að leggja neitt erfiði á mig, erfiði eins og að blogga!!!


Ég er

Lélegasti bloggari í heimi, kanski fyrir utan Birki og hugsanlega Egil.

En nú skal ég reyna að bæta mig aaaaaaaðeins.

Málið er bara að þegar lífið þitt snýst um barnaælu og kúk, þá er svosem ekki frá mörgu að seigja, ég gæti skrifað inn svona þrjúþúsund sögur af því hvað hann sonur minn er nú sætur og sniðugur, en hver hefur gaman af svoleiðis, jú ég sjálf, þannig að ég held þessu bara fyrir mig.

Er búin að reyna að gera mitt besta til að skilja hvað í fjandanum er búið að vera í gangi í þjóðfélaginu, ákvað að nenna ekki meira, hætta og fara, það getur einhver annar pirrað sig á þessu heldur en ég

Málið er að þegar maður er nýbúin að ulla út svona barni eins og ég var að gera, fylgir oft hundleiðinlegur fylgifiskur sem kallast oft brjóstaþoka, sem kemur þannig fram hjá fólki að það veit ekki neitt, EKKI NEITT og ég virðist vera með frekar alvarlegt keys af þessu, samanber það að ég næstum því tapaði fyrir systir minni og vinkonu í Buzz af öllu!!

Svo er maður kanski að lesa æsispennandi krimma (sorrý get ekki lesið neitt merkilegra) þá bara púff er maður allt í einu farinn að spá í því hvenar maður skipti síðast á og gaf að drekka, og maður man það ekki einu sinni, og hvað þá hvað var nú að gerast í bókinni.

En ég fór samt í gær í bíltúr með honum Birkiri mínum (sorrý hann slátrar mér ef ég skrifa nafnið hans öðruvísi) og það var fræðandi og skemmtilegt, við tókum þá ákvörðun að það væri bara fjandi sniðugt að skreppa með strákana, (hans og minn) í sumarbústað einhverja helgina, svona til að þykjast vera fullorðin, þannig að það er allavegana á dagskrá.

Svo er ég orðin svona mamma sem fólk getur hneykslast á, jú ég er nefninlega að fara á djammið AÐRA HELGINA Í RÖÐ!! Og bið ég fólk að leggja ekki of mikið á símalínurnar hjá barnaverndarnefnd, en þannig vill nú til að vegna vinnu hjá bestu vinkonum ákvað ég að ammælisdjamma síðustu helgi, svo bauð hún systa mér að fara aftur á laugardaginn, svona í ammælisgjöf.  Enda á ég ekki ammæli fyrr en þá.

Þannig að ég er hin hræðinlega, ofdrekkandi, hrukkótta, og vanrækjandi mamma, gvöð sé oss næstur.


Mama Cass????

Eitt sem hefur verið doldið lengi að elta mig, er það að mér er fjandi oft líkt við Mama Cass, það sem mig langar að vita er... HVERNIG Í ANDSKOTANUM FÆR FÓLK ÞAÐ ÚT?

Eina tengingin sem ég sé er að við erum/vorum báðar feitar...... Ekki erum við með líka rödd þó svo að ég hafi oft fengið að heyra það, (en kommon ég lendi oft í því að röddinni minni sé líkt við Janis Joplin og Röggu Gísla, sem er náttúrulega alger fjarstæða!!) Ekki erum við svona líkar í útliti, nema eins og ég seigi fyrir það að vera offitusjúklingar, hvað er þá málið??

Erum ég og t.d. Diddú þegar hún var feit hérna í gamla daga bara aaaalveg eins????

Getur einhver svarað þessu?

   

Svona upp á samanburðinn


Myndaalbúm og góðar fréttir

Jæja þá eru loksins komnar myndir í myndaalbúmið af erfingjanum, ásamt nokkrum af Júlíu Líf frænku og aðeins af Huldu Rún litlu frænku, var í allann morgun að brasa þetta, aðeins til að komast að því að ég gerði þetta allt saman vitlaust, en það var nú í lagi, Elva frænka reddaði þessu, eins og öllum tæknimálum á mínu heimili!!!!

Góðu fréttirnar eru þær að ég var að fá ansi góðar og yndislegar fréttir frá nýrnalækni, þar sem kom fram að jú það er doldið mikið af örum á nýrum, en tadatata...... lítur allt út fyrir að þetta verði ekkert mál með lyfjagjöfum í bili, en ég er að fara í skuggamyndatöku á föstudaginn og þá kemur meira í ljós!! Svo er ég víst með nýrnasteina, sem er alveg stjarnfræðilega vont, en ég er greinilega orðin svo samdauna verkjonum að ég einhvernveginn fúnkera bara fínt þó svo að ég finni doldið til.

Allavegana, sá litli dafnar svona líka fínt og allt í blóma þar, enda sést á myndonum í albúminu að hann er orðið doldið mikið flykki miðað við hvernig hann var við fæðingu, þá var hann doldið mikið ræfilslegur.

 


Fyndin frændsystkini

Þetta mun vera hlunkurinn hann sonur minn og frænka hans sem er mánuði yngri, þau eru alveg kostulega vitleisisleg á svipinn þarna

 

 

En þessi áðurnefndi hlunkur var einmitt í níu vikna skoðun í dag og kom þar í ljós að hann er orðinn rúm 6600 gr og 62 og hálfur cm, einnig er hann alveg eins og þriggja mánaða í þroska, dooooooldið stolt hún mamma hans.

Það sem kanski aðeins verra er, er að hann sígur alveg skelfilega í flykkið og það er erfitt að halda á honum..... hehe


Næsta síða »

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband