Fyrir Rakel Jónu

Jæja ætli maður verði ekki að skrifa aðeins um bumbuna fyrir hana Rakel (Rakeli? Verð að viðurkenna kunnáttuleisi í þessum málum!)

Bumban mín gengur bara alveg ágætlega þessa dagana, bumbubúinn er ekkert að reyna að troða sér út þessa dagana, þar sem ég er búin að fá rétt lyf til að halda nýrum í skefjum.

Grindin hjá mér er ekkert að batna, en þó svona farin að venjast, held að allt svona vesen sé verst fyrst, svona áður en maður nær að koma sér upp tækni við hina ýmsu hluti, keyrði meira að seigja aðeins í dag, þó svo að ég hafi lofað að gera það ekki (úbbs)

Ég held að ég sé komin eitthvað um 34 vikur núna, er ekki aaaalveg með þetta á hreinu, verð að fara að asnast til að spyrja út í þetta og leggja það á minnið svona einu sinni. En samkvæmt mínum útreikningum fer þetta nú aaaalveg að verða búið sem betur fer því að mig langar svoooo að fara að fá krílið mitt, mér finnst ómannúðlegt af móður náttúru að láta mann bíða í heila níu mánuði, ég er bara ekki svona þolinmóð!!

Er búin að vera rosalega dugleg við það að vera ekki sofandi allann liðlangann sólarhringinn afþví að manni finnst það eitthvað svo óduglegt og svona frekar asnalegt að vera að leggja sig á daginn, en svo fékk ég þær upplýsingar hjá ljósmóður að það væri bara allt í lagi að leggja sig, maður má alveg vera þreyttur og leggja sig. TAKK FYRIR AÐ SEIGJA MÉR ÞAÐ NÚNA!! Er að hugsa um að sofa eins mikið og ég get næstu daga til að bæta upp tímann þar sem ég var að reyna að vera svona ægilega dugleg, þó svo að kanski hafi ég ekkert þurft að vera að leggja mig fyrr en núna.

Er búin að finna fullkomnustu en þó jafnvel einföldustu uppfinningu allra tíma á þessari meðgöngu, uppfinning sem hefur breytt öllu og ætla ég aldrei að hætta að nota hana og skil ekki í því að allir eigi ekki svona, en það gott fólk er SNÚNINGSLAK!! Ja hérna hér, munurinn á því að þurfa að hlunka sér yfir á bakið, anda í korter og hlunka sér svo yfir á hina hliðina og svo á því að renna bara mjúklega yfir á þá hlið sem maður vill liggja á er stórkostlegur og mæli ég með því að allir fjárfesti í svona laki og noti það, óléttir sem léttir!!

Fyndið er að ég er enn að hitta fólk sem er að hneykslast á því að mér finnist ekkert gaman að vera ólétt, margir sem líta á það sem samansem merki að fíla ekki óléttuna og því að vilja ekki barn.... hélt að allir sem þekktu mig myndu vita betur, en maður veit greinilega aldrei neitt fyrr en á reynir.

Áttaði mig á því að það eru ekki til neinar bumbumyndir af mér, og svona þegar maður skoðar síður í kringum sig þá eru allir svo voðalega duglegir að láta taka af sér myndir, jafnvel vikulega, ég er alveg vonlaus í svona málum og óska ég hér með eftir ljósmyndara til að taka af mér alveg óendanlega "flattering" bumbumyndir!! Býður sig einhver fram?

Allavegana vona að þetta dugi fyrir Rakel Jónu og vil ég nota tækifærið og óska henni til hamingju með litlu trítluna hennar, sem er ein sú fallegasta sem ég hef séð held ég bara!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristrún Heiða Þórarinsd Busk

sko samkvæmt míum útreykningum áttu eftir 6vikur og 5 daga af þessari blessuðu meðgaungu .

nú þetta með að meðgangan sé svao frábær og allt það þá er meira en helmingurinn af íslenskum kvennmönum sem ganga í géggnum erfiðar meðgungur en þora ekki að viðurkena það vegna þess að það á allt að vera svo svakalega frabært trúðu mér ég veit návkæmlega hvað það er að vera komin með pakk nóg af því að vera ólétt en maður verður víst að vera jákvæður vegnað þess að maður fær svo svakalega stór verðlaun fyrir

Kristrún Heiða Þórarinsd Busk, 26.5.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Haha já ég er alveg jákvæð, væri hugsanlega búin að henda mér svona þrisvar hérna fram af svölonum ef verðlaunin væru ekki svona ROSALEG hehe

Ylfa Lind Gylfadóttir, 26.5.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Ragnheiður

Ólétta er stórlega ofmetin, maður er eins og strandaður hvalur. Fólk potar endalaust í mann og talar við mann barnamál, ohhh maður er svo "myndarlegur" og ég veit ekki hvað...

Sko minnsti minn er orðinn tvítugur og ég man þetta enn..

Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 10:32

4 identicon

þetta var einmitt það sem ég vildi sjá ylfa , og treystu mér ég þekki það vel að vera ólétt og vera ekkert að njóta þess alltaf, það er ekkert samasem merki á milli þess og barnsis sjálfts, maður er hægt og rólega að afmyndast, gliðna allur í sundur, kafna úr bjúg ,húðin orðin feit, ógleðin alltaf nálagt, svo segir fólk bara að maður sé voða flottur svona,, púfff,, hver trúir því í þessu ásigkomulagi,

en þakka þér kærlega fyrir hrósið með lilluna mína , það fannst mér það besta við þetta blogg .  

rakel jóna (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:06

5 Smámynd: Kittý Sveins

þú ert æði ;)

kv kittý með gaurinn á túttuni!!!!

Kittý Sveins, 27.5.2008 kl. 16:12

6 identicon

Já ekki veit ég hvað er svona heillandi við að vera ólétt sko!!!! En skil alveg verðlaunin

Eva Dögg (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 17:05

7 identicon

jebb sammála þér í þessu.. og ég er sko bara komin 28 vikur og mér finnst ég eiga heila eilífið í land með þetta allt saman..... og nákvæmlega maður er AFMYNDAÐUR frá A- Ö... og váá þú ert svo sæt.. hmmmm kannksi hrýfst fólk bara að óléttu fólki. ég allavegana get ekki beðið með að fá barnið í hendurnar!! En ég hitti nú Rakeli um daginn og hún var bara ennþá með stærri bumbu en ég!!!! verst að þetta fari bara ekki af manni svona á meðan á fæðingu og rembing stendur...

Elva (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:14

8 Smámynd: Kristrún Heiða Þórarinsd Busk

jú hjá sumum gerir það það Elva og þá sérstaklega ef þú ert með barnið á brjósti því það er fljót að sjúa allan forða af þér og þú ert fljótari að ná af þér auka forðanum sem maður safnar á sig ef maður gerir það en jú þetta er oft erfitt hehe ég fór allt í einu að hugsa um dagin sem ég var komin með svo mikið nóg að ég neitaði að fara heim af spítalanum nema með barnið með mér í fanginu og þá var ég komin 40v og 4 daga ;) en það er samt alltaf gaman að rifja þetta upp svona eftir á ;)

Kristrún Heiða Þórarinsd Busk, 27.5.2008 kl. 19:35

9 identicon

Ég á myndavél gegt tæknileg. velkomin.

Kristrún Ýr (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:28

10 identicon

já þetta er nú meira svindlið með bumbuna , en allveg rétt hjá henni Kristrúnu að þetta gengur mun hraðar með barnið á brjósti ,bumban allveg hefur snarminnkað, nánast farin, en þegar þú sást mig, enda var ég bara með 4 daga gamallt barn þegar þú sást mig , svo þú sást ekki fyrirsætu vöxtinn minn sem ég er að geyma undir óléttu búninginum hehehe

Rakel jóna (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:30

11 identicon

ég viiiissi þetta að þú hafir verið að fela eitthvað þarna undir:) en ókei þá er magnað hversu flj

Elva (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:40

12 identicon

æjæj... best að klára...

ótt þetta er að fara aftur tilbaka... en núna er bara maður fullur af einhverju gremju og þreytu, svo að maður má allveg væla:) 

Elva (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband