Skjálfti heima

Úff ekki gaman að sitja hérna í Reykjavík og geta ekkert gert, það er víst allt á rúi og stúi heima í Hveragerði, og vegur undir Ingólfsfjalli í sundur, ekki má gleyma því að rétt áður en ég kveiki á útvarpi og fæ upplýsingar um stærð skjálftann, þá er ég að lýsa því yfir að þetta hafi nú ekki verið svo svakalegt.

Almannavarnir eru að senda björgunarsveitir austur og það er hæsta viðbúnaðarstig hjá almannavörnum, Suðurlandsskálfti seigja þeir, við Ingólfsfjall metinn á 6.1 á ricther.

Annar á leiðinni seigja þeir í útvarpinu.

Enn er erfitt að gleyma 17 júní skjálftanum hérna um árið, þá stóð ég uppi á sviði þar sem ég var að leika fyrir fullu húsi, í bangsímon, það var ekki þæginlegt, þar sem ég gat eiginlega ekki verið að hlaupa af sviðinu, til að halda ró hjá börnunum.

Vona að þetta sé búið, þeir seigja að þetta sé þessi loka spenna sem er búin að vera að magnast upp síðan um 1900 eftir skjálftann fræga.

Rás 2 er að taka viðtal við mann þar sem 200 kílóa píanó fór uþb 10 sm út á gólf, ofn losnaði af veggnum hjá honum og allt eins og eftir sprengjuárás, miklu meiri skemmdir í Hveragerði heldur en voru síðast

Mér lýst ekkert á þetta!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég stóð hér úti á miðju gólfi heima hjá mér með lilluna í fanginu og Hera sat í sófanum þegar skjálftin kom, mér allveg krossbrá og Hera stökk uppúr sofanum allveg dauhrædd  og hljóp í fangið á mér eða öllu heldur klifraði upp um mig svo allt í einu var ég með þær báðar í fanginu, manni er nú ekki sama þegar svona kemur fyrir sko, Bjössi var úti svo hann fann ekki neitt,

svo fór ég aðhugsa um hjólhysið okkar sem er uppí þjórsárdal , ættli allt hafi nötrað þar ?????

Rakel jona (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Já Rakel þið ættuð að fara við fyrsta tækifæri og athuga ástandið, bara ekki fyrr en þetta er búið!!

Þetta er rosalega óþæginlegt, fann samt ekki mikið sjálf hérna heima

Ylfa Lind Gylfadóttir, 29.5.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Taxi Driver

Eina sem hægt er að gera og við hæfi að gera er að lofa guð fyrir að vera fluttur úr þessu nápleisi... Búinn með minn skammt af jarðskjálftum takk fyrir, vona samt að brugghúsið sem bruggar Skjálfta hafi sloppið....

Taxi Driver, 30.5.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 955

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband