Einu sinni var ég....

Ótrúlega geðvond greinilega!!!

Var að skoða gamalt blogg frá mér, þar sem ég er að lýsa minni fyrstu og síðustu strætóferð, þannig er nefninlega mál með vexti að ég er alin upp úti á landsbyggðinni og kynntist strætisvögnum frekar seint á æfinni og er ég ansi hrædd um að það hafi verið allt of seint í rassinn gripið, eða kanski er ég bara svona snobbuð. Allavegana í tilefni þess að ég hef nákvæmlega ekkert að seigja þannig að ég ákvað að skella þessari rosalega jákvæðu færslu hérna inn, svona til áminningar um það hversu geðgóð og yndisleg ég er í dag miðað við þarna.

 Þarna er ég sum sé að lýsa leið minni frá Grafarholti í vinnu niðr´í bæ

Nei nú segji ég stopp

Aldrei á minni hunds og kattaræfi hef ég lent í öðru eins æfintýri og í morgun, og eftir það æfintýri sver ég það við sálu mína að hér eftir geri ég ALLT sem í mínu valdi stendur til að þurfa ALDREI að fara aftur í STRÆTÓ.
Meiri djöfuls meðferðin á manni í þessum andskotans gulu tönkum.
En byrjum á byrjuninni, í morgun þurfti ég að vakna upp fyrir allar aldir til að ná strætó fyrir utan heima hjá mér, það byrjaði á því að ég sat eins og fífl með einhverjum bólóttum, ekkikomnummeðbílprófensamtímenntaskóla strákum (vá langt orð) og allt var einhvernveginn vandræðalegt og allir þögðu.
Þegar ég svo kem upp í strætóinn sem var nú ekki búin að stoppa nema á tveim stöðum þá var hann FULLUR takk fyrir og örugglega strætóbílstjórinn líka.
Ég treð mér þarna á eitthvað sem upphaflega var ætlað fyrir töskur en ég ákvað það að þetta gæti virkað fínt fyrir rassin á mér líka og í þessum andskotans strætó veltist ég um Árbæinn eins og hann leggur sig, en ég ákvað að það væri nú í lagi, en nei á miklubrautinni beygir helvítið allt í einu í átt að Breiðholti, þá leist minni sko ekki á blikuna og ég fór svona að athuga í kringum mig hvort að engum öðrum finndist eitthvað bogið við þetta, en það sátu allir stjarfir í framan og ekki svipbrigði að sjá í kagganum.
Nei þá fannst öllum bara allt í lagi að helvítis bíllinn tæki bara Bústaðarveginn eins og hann lagði sig.
Svo komum við loksins á Hlemm og ég rauk út fegin því að komast úr þessari hræðilegu ferð.
En ég er búin að átta mig á einu, og það er hvernig reglurnar eru þegar þú sækjir um strætóbílstjóraprófið.
Nr 1: Undir engum kringumstæðum máttu nokkurntíma hafa sest undir stýri á ökutæki áður, alveg sama hvað.
Nr 2: Það er alveg bannað að vera edrú í vinnunni.
Nr 3: Þegar þú ert að keyra, þá setur þú allt í botn alveg þangað til að það myndast ógurlegur hávaði og þegar það gerist þá bremsaru alveg hvað mest þú mátt og þegar öll nef farþega hafa snert frammrúðuna þá sleppiru bremsunni og svo endurtekuru nokkrum sinnum áður en farartækið stoppar algerlega.
Nr 4: Aldrei og þá er átt við ALDREI má einhverjum líða vel í sætinu sínu og verður að halda sér í, þar sem strætisvagnar Reykjavíkur eru að reyna að stuðla að heilsulausu Íslandi þar sem fluttir verða inn dvergar frá Úkraínu til að bera alla byrði fyrir fólkið í landinu, enda kominn tími til.
Nr 5: Strætisvagnar Reykjavíkur einsetja sér það að fara aldrei einföldu leiðina að hlutonum heldur er best að senda einn vagn í gegn um alla Reykjavík alveg sama þó að hann sé fullur eftir fyrstu tvær stoppistöðvar
Nr 6: Aðeins má stoppa fyrir farþegum á annari hverri stoppistöð, ef einhver er með læti þá þykistu ekki heyra og horfir beint fram á veginn sem þú átt annars aldrei að gera.



Eitt er víst sem alltaf verður að hún systir mín verður bara að drífa sig á fætur á morgnana og keyra mig í vinnuna því að þetta geri ég EKKI aftur!!!
Kveðja
Ylfa Lind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehheheh ég skil ekki afhverju þú ert ekki að vinna einhversstaðar sem greinahöfundur eða bara rithöfundur, þú ert allveg brillinat penni Ylfa Lind

RAKEL jÓNA (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Haha þakka hrósið Rakel, annars held ég að taumlaus reiði mín þegar ég skrifaði þetta hafi haft þó nokkur áhrif

Ylfa Lind Gylfadóttir, 9.6.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband