Draumur

Dreymdi í nótt að ég hefði fætt strák, á eldhúsborðinu hjá ömmu minni á Raufarhöfn og sú gamla tók á móti, áttaði mig snarlega á því að ég hefði helst viljað hafa kellu hjá mér þegar ég fæði, sú gamla búin að unga út 8 börnum á 9 og hálfu ári, já ég endurtek ÁTTA KVIKINDI Á NÍU OG HÁLFU ÁRI, sú hlýtur að vita hvað hún er að gera.

Sagði mömmu frá draumnum og hún sagði að þá yrði ég að skýra barnið Rósmundur Liljar eftir þeirri gömlu, held að amma mín myndi SLÁTRA mér ef ég myndi gera það!! Annars er mig alltaf að dreyma bölvaða þvælu þessa dagana.

Ég held að ljósan mín fari að fara fram á nálgunarbann gagnvart mér, ég á örugglega metið í því að vera hringjandi með vesen, en ég er einmitt að bíða eftir að kella hringi núna, líður doldið eins og þegar maður var að hringja í mömmu í tíma og ótíma í gamla daga!!

Spurning dagsins: Er óeðlilegt að langa í saltkjöt í morgunmat?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta draumastand hefur eitthvað með hormónana að gera held ég , ég er enn að dreyma einhverja þvælu alltaf, má ekki halla aftur augunum þá er ég byrjuð að drayma strx eitthvað krapp,

En eitt sin vann ég með gaur sem mér þótti bæði skemmtilegur og rosa sætur hann hét einmitt Rósar , ákaflega sjarmerandi nafn , skýrðu það bara í höfuðið á gömlu , kannski Rósar valur ???, eða Gylfi Rósar , ??? , eða Rósar Helgi??? ummm hvað segiru um þetta ?? er ég kannski bara ekkert að hjálpa til?? hehehe

Rakel Jó (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Þú ert nú bara fjandi nálægt nafninu sem ég var svona semi-nokkurnveginn mjög alvarlega farin að velta fyrir mér Rakel mín, en Rósar er skárra heldur en Rósmundar nafnið hennar mömmu

Ylfa Lind Gylfadóttir, 9.6.2008 kl. 16:44

3 identicon

eða hey ég fattaði annað leið og ég stóð upp frá tölvunni ,þú gætir skýrt í höfuðið á önnu og skýrt hann Annþór

Rakel Jó (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Kristrún Heiða Þórarinsd Busk

já eða þú gætir skírt hann bara KRISTIN HEIÐAR hehe fattaði það reindar leið og ég skrifaði þetta að sem nokkuð hlutlaus manneskja í trúar málum og þú er er þetta kanski ekki alveg það sem passar í þeð . nú við spurningu dagsins þá bara held ég að það sé ekkert verra að fá saltkjöt í morgunmat þú gætir örugglega fengið mart skrínara eða verra svo er það bara svoleiðis þegar maður er maður er óléttur þá bara langar manni bara í ótrúlegustu hluti ;)

kv úr dúkkuhúsinu  

Kristrún Heiða Þórarinsd Busk, 9.6.2008 kl. 17:38

5 identicon

Æææ nú langar mér í saltkjöt og baunir

Einhvern veginn held ég að amma Rósa yrði ekki kát með Rósmundur!!!

Eva Dögg (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 955

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband