ÞAÐ VAR MIKIÐ!!!

Jæja sit hérna heima með hríðir, og er að bíða eftir því að það verði kominn tími til að skella sér upp á fæðingardeild, talaði við kellingu þar í morgun, hún sagði að ég mætti koma hvenar sem ég vildi, mér dettur ekki til hugar að trúa því, hef heyrt allt of mikið af "já svo var ég bara send heim" og ég nenni bara alls ekki að standa í einhverju flakki!!

Byrjaði með verki í gærkveldi, og ákvað að ég nennti ekkert að standa í þessu og fór bara að sofa, svo vakna ég klukkan 7 í morgun (eftir nokkur stopp í nótt) og þá er ég bara farin að leka (lekkert) og búin að vera með verki á tíu mínotna fresti síðan þá, svo núna þá eru svona sex mín eitt skiptið og svo 12 það næsta, ætli kellingarnar á fæðingardeildinni taki krómískt óskipulag mitt gilt??

Þannig að ég er búin að sitja í allann morgun og leggja kapla, á meðan systir mín snýst í kringum  mig að þvo handa mér barnaföt til að setja sprella litla í á leiðinni heim. Svo fékk ég einhverja langa runu af drasli í andlitið sem ég þarf NAUÐSYNLEGA að taka með mér, ég sem ætlaði bara að skreppa þetta, en svo reyndar skilst mér að ég sé sjálf að fara beint í einhverjar rannsóknir um leið og barnið kemur þannig að við fáum kanski að vera aðeins uppi á spítala.

Allavegana ætla að fara að finna mér eitthvað að gera, vera fyrir systir minni tildæmis?

P.S. Tinna Berg, takk fyrir að leifa mér að brjótast inn hjá þér í gær, ég hefði annars misst af rosalegri heimildarmynd sem ég nauðsynlega varð að sjá!! Reddaðir mér alveg!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja það var mikið að gaurinn ákvað að reyna komast í heiminn

Hlakka til að fá meiri fréttir.. Gangi þér vel!!

Eva Dögg (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:05

2 identicon

Hæ, við sitjum hérna spenntar fyrir framan tölvuna og bíðum eftir Gylfa Ylfu. Getum ekki beðið eftir að hann láti sjá sig (þó sérstaklega Sigga)  Gangi þér svakalega vel!

Kveðja frá okkur á Selfossi.

Díana og Sigga Wíum (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:45

3 Smámynd: Berglind Inga

Ó mæ, en spennó   Gangi ykkur sprella vel með þetta.

Berglind Inga, 14.7.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Ragnheiður

Ó mæ hvað þetta er spennó..þú ert kannski bara löngu búin núna ? Vonandi hehe...knús á þig

Ragnheiður , 14.7.2008 kl. 20:33

5 identicon

KOMA SVO YLFA !!!! ÝTTTTTTTTTTTTA þessu út!

get ekki beðið að fá fréttirnar

Sigga Rafns (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 23:06

6 identicon

jæææææææææææja frændalingur... ég er sko farin að svitna fyrir löngu síðan.. sit hérna æsispennt með símann síðan að Anna hringdi í mig í hádeginu.. er hann ekkert að fara að koma????? Ég má ekki við þessu, það endar með því að frænkan komi bara á undan í öllu stressinu að bíða eftir litla gaur híhí

Elva (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 20:28

7 identicon

Svakalega spennandi.  Gangi þér alveg rosalega vel Ylfa mín

Hrefna (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Kittý Sveins

og hvað.. og hvað.. eithvað komið eða??

Kittý Sveins, 15.7.2008 kl. 23:25

9 identicon

gud min godur hvad eg er spennt...er tilbuinn med simann...en hef ekki fengid sms ennta tannig ad eg held ad tad se ekker komid..treysist a tig elskan...tu getur tetta eg veit tad...

hlakka til as sja tig heima og ekker mal med snuruna...eg nae bara i hana tegar eg km heim :)

love fra tenerife

Tinna B (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 08:19

10 identicon

jæja best að vera slúðursystirin á síðunni hennar Ylfu:) sé að allir eru spenntir að bíða eftir fréttum:) En það kom strákur í morgun tíu mín í 7, svo að hann er loksins kominn;) Ylfa vill sjálfsagt segja ykkur frá þessu sjálf en ég bara er svo spennt;)

Elva (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 08:31

11 Smámynd: Ragnheiður

Frábært að heyra, til hamingju með snáðann

Ragnheiður , 16.7.2008 kl. 08:50

12 identicon

Innilega til hammó elskan með strákinn :) hlakka til að sjá myndir af frænda mínum :)

Kiss kiss á alla :)

Kíki á ykkur þegar ég kem suður í næstu viku :)  

Berglind Mjöll (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:12

13 identicon

Innilega til hamingju með strákinn elsku Ylfa! Gangi þér sem allra best... Hlakka til að sjá myndir af honum!

Knús á ykkur frá okkur!

Díana (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:15

14 Smámynd: Kittý Sveins

Innilega til hamingju.. hlakka til að sjá prinsinn!!!

Kittý Sveins, 16.7.2008 kl. 09:37

15 identicon

Til hamingju með gaurinn jiii hvað ég hlakka til að sjá hann

Elva var að segja mér að hann er gjörsamlega hárlaus og 12 merkur ó ekkert smá krútt....

Eva Dögg (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 09:49

16 identicon

Hæ elsku Ylfa Innilega til hamingju með litla kút, loksins kom stubburinn Þú verður svo að vera dugleg að setja inn myndir af honum, hlakka svo til að sjá hann

Friðgeir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:38

17 identicon

þú varst allveg að taka mig á taugum ylfa, en frábært að hann er kominn , til hamingju með Rósar litla 

Rakel Jóna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 13:20

18 identicon

Innilega til hamingju með prinsinn :*

Hlakka til að sjá myndir af honum :D

Brynhildur (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:42

19 identicon

innilega til hamingju með prinsinn þinn gangi ykkur vel.

helga j (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:45

20 identicon

Elsku Ylfa mín innilega til hamingju með prinsinn.  Hlakka til að sjá myndir.

Hafið það gott krúsí

Hrefna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 00:14

21 identicon

til hamingju med litla gaurinn....hlakka svo til ad sja hann...kem orugglega fljotlega eftir ad eg kem heim.... og takk fyrir sms i gaermorgun :) tu stendur til eins og hetja elskan....

 eg kem med eitthvad saett handa ykkur tegar eg kem heim

love fra tenerife

Tinna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 08:49

22 identicon

til hamingju með litla prinsinn! hlakka til að kíkja á ykkur mægðin!

jóna dröfn (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:47

23 identicon

hæ hæ...langaði bara að óska þér til hamingju með litla kútinn. Gangi þér vel með hann...nú er bara að bíða eftir hinum kellunum ;)

Harpa og co

Harpa Rakelar vinkona :) (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 22:09

24 identicon

Til hamingju með prinsinn Ylfa!!! hlakka til að sjá myndir af snáðanum

kv frá selfossi

Vigga hans Tobba..... (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 19:44

25 identicon

Ohh... Get ekki beðið eftir að sjá myndir af krúttinu! :)

Díana (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 15:28

26 Smámynd: Kristrún Heiða Þórarinsd Busk

hæhæ elki rúsínan mín inniælega til hamingju með litla snúllan ég vona að það fari nú að róast hjá mér þannig að ég geti farið að koma og kíkja á ykkur hlakka ekkert smá til að sjá litla blómið

love og kv frá Buskurunum

Kristrún Heiða Þórarinsd Busk, 22.7.2008 kl. 22:26

27 Smámynd: Brynja skordal

Innilegar hamingju óskir með prinsinn þinn

Brynja skordal, 23.7.2008 kl. 01:16

28 identicon

Innilega til hamingju með litla stubbinn :)

María Rún (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 13:25

29 identicon

Til hamingju með prinsinn :)

Álfhildur (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband