Færsluflokkur: Bloggar
13.9.2008 | 21:55
Klukkuð!!
Jæja Rakel Jóna klukkaði mig þannig að ég verð víst að sinna þeim skyldum mínum
Fjögur störf sem ég hef unnið um æfina:
Grunnskóli
Leikskóli
Hótel
Félagsmiðstöð
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Allar myndir sem enda á "líf"
Angelas ashes
Seven
Allar heimildarmyndir
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Hveragerði
Raufarhöfn
Danmörk
Svíþjóð
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
CSI
Law and order
Allo allo
The Cosby show
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríjum:
Noregur
Þýskaland
Ásbyrgi
Laugarás
Fjórar síður sem ég skoða daglega, fyrir utan bloggsíður:
Neytendasíða dr. Gunna
Mbl.is
Visir.is
Fernt matarkyns sem ég held uppá
Lambahjörtu í brúnni sósu
Saltfiskur
Humar
Fiskisúpan hans pabba
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft
Angelas ashes
Ísfólkið
Dýragarðsbörnin
Allt sem ég kemst í til að lesa
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Einhverri paradísaeyju
Kaupmannahöfn
Helsinki
Moskva
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Kittý Sveins
Kristrún Heiða
Tinna Berg
Kristrún Ýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2008 | 01:29
Seint drullast sumir af stað
En hafa það þó af á endanum
Ég er sum sé búin að fæða barnið, annað væri óeðlilegt, krakkinn orðinn 7 vikna gamall, ég ætla að reyna að tjóna saman hérna svona semi yfirliti um hvernig þetta fór fram allt saman, man samt alveg voða takmarkað eftir þessu vegna lyfjavímu hehe
Allavegana þá var ég með hríðar í tvo sólarhringa, þá fékk ég nóg af því að dangla á milli sjúkrahússins og heim þannig að ég var tekin inn á fæðingardeild, og þar ákvað einhver yndisleg ljósa sem ég hef ekki gvöðmund um hvað heitir að ég gæti ekki meir (hvað meinti konan? hörkutólið ég!!) og ákvað að sprauta mig niður og Kristrún og Anna Mæja voru sendar heim að hvíla sig, enda ekkert djók að eiga við mig geðvonda og leiðinlega í tvo daga streit!!
Þessi sprauta gerði nú lítið annað heldur en að dópa mig upp, en verkirnir fóru fjandann ekki neitt þannig að eftir tvo tíma af þessari vitleisu kemur þessi yndislega kona aftur og seigir að hún neyðist til að mænurótardeifa mig, á þessum tímapunkti var ég farin að öskra og æpa (hörkutólið ég?? aldrei!!) og var gersamlega kolbrjáluð, yfirleitt þegar verið er að stinga mænunál í fólk þá þarf að hjálpa því að ýta á móti, en hjá mér þurfti að halda aftur af mér, ég vildi þetta helvítis drasl inn núna og strax!!! Hugsa að ég sé ein af fáum sem veit ekkert betra í heiminum heldur en mænustungu!!
Allavegana þegar þetta var komið inn í bakið á mér þá varð sko allt betra!!
Ég reif upp spilarann minn og fór að hlusta, lögin sem ég man eftir að hafa hlustað á voru
Oh what a world - Rufus Wainwrigth
Vibrate - Rufus hinn sami
Clap hands - Tom Waits
I hope that I don´t fall in love with you - Tom hinn sami
God´s gonna cut you down - Johnny Cash
I fougth the law - sami Jón
Svo allt í einu ákvað ég að það væri eitthvað óviðeigandi að vera að hlusta á þessi lög svona rétt á meðan ég væri að fæða nýtt líf í heiminn þannig að ég slökkti, en þarna fann ég enga verki, bara þrýsting og það fannst mér bara fínt!! EN svo hætti það að vera fínt!! Allt í einu seigir önnur ljósa sem þarna var komin (líka algert æði) að ég skuli fara að hringja út varaliðið, sem ég og geri og Kristrún og Anna koma brunandi upp á fæðingardeild, um leið og þær koma seigir frúin mér að prufa að rembast, og ég að sjálfsögðu læt það eftir kellu og "prufa" að rembast, og ég get sagt ykkur það að þetta var sko engin helvítis æfing, heldur drífur minn sig bara af stað svona allt í einu, þó svo að hann hafi látið bíða eftir sér svona lengi fram að þessu, á tíu mínotum kemur kall í heiminn!! Sem betur fer því að ég snarhætti við þetta allt saman svona 8 þúsund sinnum á meðan á þessum tíu mín stóð!!
Endaði með því að ég algerlega neitaði að taka þátt í þessari vitleisu, en þá var sem betur fer komin kollur og ljósan reif í hendina á mér og sagði "láttu ekki svona, finndu það er kominn kollur" þá svona "já ok fyrst þú endilega vilt!!" Svo kom kall bara út svona líka þrælmyndalegur!!
Anna systir sendi öllum sms og snarlaug í alla að það væri ekki stingandi strá á hausnum á barninu, en það var nú bara víst hár, bara ekki svart eins og við hefði mátt búast!! Svo deyr hún úr hlátri þegar barnið er svona hálfnað út og seigir "Ylfa hann er alveg með nefið þitt, nasirnar og allt saman" Mér var ekki alveg hlátur í hug á þessu tiltekna mómenti en það kom svo að því að ég fattaði hvað hún átti við, þetta er hugsanlega það eina sem ég á útlitslega séð í barninu!!
Jæja þegar barnið var komið, var honum skellt upp á bringu á mér og jesús minn hvað maður var nú eitthvað lítill og ræfilslegur, man bara að ég gerði ekki annað en að væla um það að hann væri allt of lítill, þetta gæti bara ekki staðist!!
Svo seigir ljósa "Jæja þá á eftir að koma fylgjunni út" það fannst ekkert öllum ég vera neitt svaka pen þegar ég sagði eitthvað á þessa leið "Djöfullinn er það helvítis helvíti nú eftir?" En hún rann nú bara út þannig að það var allt í góðu, svo var litli mældur og viktaður og svona, en svo þurfti ég að fara frá honum í svæfingu, svo man ég ekki meir fyrr en ég vaknaði í einhverju herbergi og heimtaði að fá að komast til lillanabbans míns, svo er mikið af þessu bara í einhverri móðu og ég veit eiginlega ekki mikið meir um næstu daga, fékk samt að koma heim eftir einhverja daga, og þá tók systa við sem around the clock hjúkka, TAKK FYRIR ÞAÐ ANNA OKKAR!!! Því að mamman nýja var freeeeeeekar dópuð af verkjalyfjum, en svo fékk ég að hætta á þeim og síðan er allt búið að vera nokkurnveginn í blóma!!
Gylfi Valur fæddist sum sé þann 16 júlí, og er þá að verða tveggja mánaða gamall, (jesús minn góður og halelúja!!) Og er aaaaaaaalger engill, hann reyndar fékk aðeins í magann (eins og svo mörg börn) en það er allt að lagast með lyfjonum hans sem eru alveg að snarvirka!!
Hann er orðinn stór og stæðilegur og ég er föst á því að ég hafi aldrei átt ungabarn, hann heldur að hann sé sjö mánaða og er að reyna að búa sig undir það að fara að labba, aaaaaaaaaðeins að drífa sig greyjið, en það er víst algengt með svona magabörn, þau verða víst svo stíf að þau eru aldrei svona lin eins og hin sem sleppa við magavesenið.
En jæja þá er hann byrjaður með aríurnar sínar, þarf að fara að dæla mjólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.7.2008 | 12:45
ÞAÐ VAR MIKIÐ!!!
Jæja sit hérna heima með hríðir, og er að bíða eftir því að það verði kominn tími til að skella sér upp á fæðingardeild, talaði við kellingu þar í morgun, hún sagði að ég mætti koma hvenar sem ég vildi, mér dettur ekki til hugar að trúa því, hef heyrt allt of mikið af "já svo var ég bara send heim" og ég nenni bara alls ekki að standa í einhverju flakki!!
Byrjaði með verki í gærkveldi, og ákvað að ég nennti ekkert að standa í þessu og fór bara að sofa, svo vakna ég klukkan 7 í morgun (eftir nokkur stopp í nótt) og þá er ég bara farin að leka (lekkert) og búin að vera með verki á tíu mínotna fresti síðan þá, svo núna þá eru svona sex mín eitt skiptið og svo 12 það næsta, ætli kellingarnar á fæðingardeildinni taki krómískt óskipulag mitt gilt??
Þannig að ég er búin að sitja í allann morgun og leggja kapla, á meðan systir mín snýst í kringum mig að þvo handa mér barnaföt til að setja sprella litla í á leiðinni heim. Svo fékk ég einhverja langa runu af drasli í andlitið sem ég þarf NAUÐSYNLEGA að taka með mér, ég sem ætlaði bara að skreppa þetta, en svo reyndar skilst mér að ég sé sjálf að fara beint í einhverjar rannsóknir um leið og barnið kemur þannig að við fáum kanski að vera aðeins uppi á spítala.
Allavegana ætla að fara að finna mér eitthvað að gera, vera fyrir systir minni tildæmis?
P.S. Tinna Berg, takk fyrir að leifa mér að brjótast inn hjá þér í gær, ég hefði annars misst af rosalegri heimildarmynd sem ég nauðsynlega varð að sjá!! Reddaðir mér alveg!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
11.7.2008 | 17:03
Iðnaðarmaður???
Eitthvað er það við barnið því ekki er hann að drífa sig í heiminn, er doldið ekki að nenna þessu!!
Prufaði að hoppa aðeins í gær, það var léleg hugmynd, það var barasta ekkert gott þegar belgurinn hlunkaðist niður, eeeeeeen það má alltaf reyna!!
Hér er allt á hvolfi vegna breytinga, sem ég að sjálfsögðu tek engann þátt í, horfi bara á eins og fífl, og ég er ekki frá því að mér dauðleiðist bara, er búin að vera óþolandi í allann dag að reyna að finna mér eitthvað að gera og ég hef bara enga eyrð (eirð?) í nokkurn skapaðann hlut, þannig að ég er bara svona mest í þvi að vera leiðinleg, og að leika hver er undir teppinu með Júlíu Líf..... spennandi
Jú ég á mér eitt hobbý þessa dagana en það er að borða, og þá meina ég ómannlega mikið, ég er að gúffa í mig svona sex sinnum á dag, sem er í raun ekkert nema heilbrigt, ef það væri ekki fyrir það að ég er að troða í mig heilli máltíð sex sinnum á dag, ég held ég hafi barasta aldrei borðað svona mikið um æfina, og hef ég nú yfirleitt geta troðið vel í mig, s.b. vaxtarlag mitt!!
Svona fimm mínotum eftir hverja máltíð þá átta ég mig á því afhverju ég ákvað eftir síðustu máltíð að við þá næstu skyldi ég hemja mig, júbb því að þá mætir brjóstsviði á svæðið, ógeðslega þægjó, sérstaklega þar sem til eru brjóstsviðalyf fyrir óléttar kellur, og það eru til lyf fyrir nýrnasjúklinga, en það er ekki í boði að vera bæði ólétt og nýrnasjúklingur HVAÐ ER ÞAÐ??? Þannig að ég treysti bara á lgg+ sem reynir af öllum mætti að aðstoða mig, en gengur orðið hægt, enda ekki furða miðað við matarvenjur.
Júlía er með hlaupabólu, sem hún kallar spólur, er gersamlega þakin greyjið, en þær eru nú eitthvað að hjaðna hjá henni, helvítis spólurnar!!
Jæja ætla að reyna að hlunka þessum haugum hérna á fætur, svo að ég geti látið leiðindin mín bitna á þeim muhahaha!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.7.2008 | 14:08
Allt stopp!!!
Þá er mín bara komin frammyfir og ekkert að gerast, meira að seigja var bara í sumarbústað um helgina, svo sannfærð var ég um að ekkert drama færi í gang.
Mér líður bara alveg ágætlega, nema að ég get ekkert sofið, en það hlítur að koma á endanum, en annars er allt í blóma, ég er ekkert farin að BÍÐA, annað virðist gilda um ættingjana hehe, margir að hringja og senda sms til að spyrja frétta og bið ég alla afsökunar sem ég hef ekki náð að svara....
Fór í stelpuhitting í gær til að sjá framan í hana Björk vinkonu sem er heima í sumarfríji frá Danaveldi og var rosa gott aðeins að fá að slúðra við hana, Kristrúni Ýr og Sædísi, eitthvað sem við gerum reglulega, svo reyndar kom Ívar greyjið heim og á hann skilið fálkaorðuna fyrir hversu rólegur hann var á meðan við ræddum hinar ógeðslegustu hliðar á meðgöngu og fæðingu!!
Ég er orðin nokkuð föst á því að ég sé bara með stelpuling í staðinn fyrir strákaling í bumbunni, samanber draum hjá Rakel Jónu sem sést í kommentakerfinu við síðustu færslu, og mína drauma ásamt fleirum, það virðist öllum vera að dreyma stelpu, nema Karlottu frænku sem sendi mér sms í morgun og sagði mér að hana hefði dreymt að ég væri með lítinn prins í fanginu.... Þetta er orðið æsi spennandi, niðurstaða mín er að ég er með stelpu eða annað hvort er drengurinn svona snaröfugur eða þá að ég á eftir að fá að heyra einhvern daginn "Mamma, ég er búin að vera í fastur í karlmannslíkama alla æfi og nú ætla ég loksins að láta verða að því að láta breyta mér í kvennmann"
Heppinn hann að eiga svona "líbó" mömmu!!
Djókurinn var samt alltaf að hann þyrfti á sálfræðihjálp að halda til að útskýra það fyrir Ölbu frænku sinni að hann væri gagnkynhneigður!! Það gæti orðið eitthvað drama hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.6.2008 | 15:00
Afmæli
Þann þrítugasta júní árið 1976 fæddist ung stúlka sem síðar var skýrð Anna María, þessi hnáta er víst hún systir mín og við hæfi að óska henni til hamingju með daginn. Gerist það hér með, í annað skiptið reyndar þar sem ég óskaði henni líka til hamingju um hálf tvö leitið í nótt þar sem ég sat við eldhúsborðið hjá henni með fullann gúllann af köku sem átti að fara með henni í vinnuna!
Hún er þrjátíu og tveggja ára í dag, og var frekar foj þegar ég óskaði henni til hamingju með þrjátíu og þrjú árin í gær, en var fljót að jafna sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.6.2008 | 18:58
Dýraníð!!!
Mig langar að byrja á því að lýsa því yfir að mér finnst dýr vægast sagt ógeðsleg, ÖLL DÝR!! Já líka sæti krúttu hvolpurinn þinn eða yndislegi kisinn þinn allt tærasti viðbjóður í mínum augum, þetta er einhver fóbía sem ég hef alltaf verið með og á sennilegast seint eftir að lagast af henni. Fyrir utan það að ég er dauðhrædd við dýr, sérstaklega ketti sem að mínu mati eru svikulustu og ógeðfelldustu og leiðinlegstu dýr í heimi!! Á mínu heimili eru tveir fiskar í búri og þeir eru algerlega á mörkonum með að sleppa....
Næstum allir þeir sem þekkja mig af einhverju viti, vita þetta, þó svo að margir gera sér ekki grein fyrir því, flestir halda að bara afþví að voffinn þeirra eða kisinn er svo sætur og yndislegur þá geti mér ekki fundist þetta, sem er alrangt, ef þú hefur ekki gert þér grein fyrir því hingað til vinur/vinkona sæll/sæl, þá leiðréttist það hér með- þetta ógeðslega háruga og slefandi kvikindi sem þú dröslast með hvert sem þú ferð er ógeðslegt og skítugt!!
Ástæðan fyrir þessum lýsingum mínum er sú að ég á rosalega erfitt með að skilja hvernig í ósköponum er nú samt hægt að fara illa með dýr, og ef að ég, sem hef rosalega mikinn viðbjóð á þessum kvikindum get ekki ýmindað mér að misþyrma dýri, hversu óendanlega veikur á geði þarftu að vera til að geta meitt dýr? Hef oft velt þessu fyrir mér og á örugglega oft eftir að gera það héðan af!!
Annars er allt í góðu á þessu heimili, pabbi er að koma heim líklega eftir helgi, það gengur allt svo vel eitthvað, og allt gengur mikið fljótar fyrir sig en okkur var tjáð í byrjun, enda hörkukall þarna á ferð, það verður nú ekki leiðinlegt að fá kallinn heim áður en litla barnið kemur, hann er búinn að kvíða svo fyrir því að missa af öllu havaríjinu í kring um það, þannig að ég er búin að ákveða að vera ekkert að unga út fyrr en þá, að því gefnu að ég sé almáttug og að sjálfsögðu hafi fulla stjórn á þessu öllu saman, það er gott að geta logið að sjálfum sér.
Byrjaði að fá samdráttarverki á föstudaginn, var hjá mömmu sem var eins og brjálaður maður á skeiðklukkunni og var komin alveg niður í sex mínotur á milli verkja, sem mér fannst nú bara vel af sér vikið, en svo hætti allt við, krakkinn hefur bara ákveðið að vera ekkert að standa í þessu neitt meira, enda örugglega húðlatur eins og móðirin... annars finnst mér þetta svindl og ég horfi á þetta þeim augum að nú sé ég búin að þessu og þurfi ekki að gera meir takk fyrir pent!! Og enn er gott að geta logið að sjálfum sér!!
Er búin að gera doldið grín af mömmu eftir föstudagsbrjálæðið, þar sem hún var í útlöndum kellann þegar systurdóttir mín kom í heiminn, og hvað gerir hún kerlingin þegar ég fer svo af stað? hmm? Hún sér sér ekki annað fært en að skella sér í útileigu, held að hún höndli ekki lætin í kring um barnsburð og forði sér bara hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.6.2008 | 09:30
Ég gæti ekki verið borgarstjóri
Ég nefninlega er alveg skelfilega léleg veiðikona, þó svo að ég hafi rosalega gaman af því að veiða, og ég er bara svo fjandi hrædd um að það yrði bara allt of skammarlegt ef ég næði ekki fyrsta laxinum á land. Ég þyrfti vafarlaust að seigja af mér!!
Ólafur veiddi fyrsta laxinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.6.2008 | 11:18
Stresskast
Vildi að ég væri í vinnu núna, vantar eitthvað til að dreyfa huganum aðeins.....
Er að bíða eftir símtali frá spítalanum til að athuga hvernig aðgerð á pabba mínum gengur, en það er verið að fjarlægja barkakýlið úr honum í dag vegna krabba, sum sé frá deginum í dag getur hann ekki fundið lykt eða bragð, og verður með svona gat á hálsinum og innöndunarloka. Einhvernveginn hélt maður alltaf að það yrðu mörg ár þangað til maður þyrfti að fara að bíða eftir svona aðgerðum, hann er ekki nema rétt rúmlega fimmtugur maðurinn. Voða skrýtið að sitja bara og bíða. Eeeeen ekkert hægt annað en að vera bjartsýnn, enda tæknin orðin svo svakaleg í dag að það er svosem ekkert til að hafa áhyggjur yfir held ég, vildi bara að ég vissi meira um svona aðgerðir.
Annars gengur allt í sómanum held ég bara!! Vorum að fá brauðvél sem pabbi ákvað að við YRÐUM að eiga vegna þess hve allt er orðið dýrt, enda ekki verra að geta alltaf fengið nýtt og gott spelt brauð sem við höfum verið að nýskast við að vera að kaupa hingað til. Svo mætti sá gamli með þurrkara, af því að "fyrst það er nú að koma barn þá er nú ekki hægt að vera svona þurrkara-laus" Veit ekki alveg hvernig hann heldur að fólk hafi farið að hingað til, en ekki mótmæli ég!!!
Þarf að finna snið á einhverjum voða fínum hálsklútum sem margir með svona innöndunarloka nota víst, finn þetta bara ekki á netinu, og þarf að drífa í að ná að sauma þetta áður en sá gamli kemur heim af spítalanum, þannig að ef einhver hefur séð svona eða þekkir einhvern sem kann að sauma þetta þá auglýsi ég hér með eftir sniði!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ylfa Lind Gylfadóttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar