Gaman að vera öryrki!!

Ég er svo brjáluð að það nær ekki nokkri einustu átt, hvernig í andskotanum er ætlast til þess að maður komist af svo mánuðum skiptir launalaus afþví að tryggingastofnun er ekki til í að gera SKÍT fyrir þig!!

Nú er ég búin að standa í stappi við lækna og tryggingarstofnum síðan um miðjann Október og búin að vera launalas síðan fyrsta Nóvember.

Byrjar á því að læknirinn minn er svo "bissý" að hann tekur sér frá miðjum Okt fram í byrjun Janúar að senda fyrir mig læknisvottorð til Tryggingarstofnunar, allt í lagi með það, svo er manni hent til og frá að ná í hin og þessi gögn....... Ehh það er ástæða fyrir því að ég er ekki að vinna og vinnustundirnar sem fóru í þetta á einni viku náðu þrem dögum!! Afhverju er einhver tilbúinn til að BIÐJA mig um að hætta að vinna vegna veikinda, og svo þarf maður að standa í þessu.

Jæja allavegana þegar maður er búinn að mæta svona 20 sinnum á tryggingarstofnun til að skila gögnum til þess eins að fá að fá að heyra "Já nei þú verður að mæta með þetta og þetta líka, en svo er það komið" og svo endurtekur sagan sig aftur og aftur og aftur.

T.d. þurfti ég að mæta tvisvar með einhvern spurningarlista til þeirra, og eiga það leiðinlegasta samtal sem ég hef átt á æfinni við einhverja konu þarna

Samtal

Ég: Góðann daginn, Ylfa heiti ég, og ég er að hringja til að athuga hvernig gengur með málið mitt, þar sem ég hef ekkert heyrt frá ykkur svo lengi

Kona: Já bíddu

(konan finnur mitt mál þarna einhversstaðar og fer að kíkja á þetta)

Kona: Já þú átt eftir að skila spurningarlistanum

Ég: Já en síðast þegar ég kom að skila gögnum þá var mér sagt að allt væri komið, þar sem ég spurði svona tíu sinnum

Kona: Já þeir þarna niðri vissu ekkert af honum sko

Ég: Og afhverju er það

(ekkert svar)

Ég: og hvaða list er þetta eiginlega?

(konan útlistir það eitthvað, og ég kveiki á perunni)

Ég: En ég er löngu búin að skila þessum lista

Kona: Nei það ertu ekki búin að gera

Ég: Jú víst er ég búin að því, hefur ekki bara eitthvað farið úrskeiðis hjá ykkur

Kona: Nei og þú ert ekki búin að skila honum, og það þýðir sko ekkert að fara að ætlast til þess að eitthvað fari að gerast þegar þú skilar ekki inn gögnum sko

Ég: Heyrðu góða mín, ég er löngu búin að skila þessum blessaða lista, og þó svo að þið hafið týnt honum einhversstaðar, þá er ekki þar með sagt að ég geti ekki skilað honum aftur, en afhverju í ósköponum var ég ekki látin vita af þessu?

Kona: Við eigum ekki að taka ábyrgð á því hvort þú GLEYMIR að skila inn gögnum eða ekki

Ég: Heyrðu góða mín, ég tek það EKKI á mig að hafa gleymt þessum lista, ÞIÐ týnduð honum

Kona: Já þú verður bara að skila þessu inn ef þú ætlast til að eitthvað gerist

Ég: Og bíddu nú er ég búin að bíða í þessar blessuðu átta vikur ykkar sem þið gáfuð mér fyrst, hvað tekur þetta nú langann tíma í viðbót?

Kona: Það get ég ekkert sagt um

Ég nennti ekki að taka meiri þátt í þessu samtali, konan var alveg komin í pabbi minn er sko sterkari en þinn stílinn, þannig að ég fór strax og skilaði inn ÖÐRUM lista, og sá strax að þetta var alveg eins listi og ég hafði skilað inn áður.

Allavegana þannig að nú er ég búin að bíða í 12 vikur fyrir utan þennann stjarnfræðilega tíma sem læknirinn tók sér, og það besta við þetta allt saman, að stór þáttur í því að læknirinn minn bað mig að gefast upp á vinnumarkaði var vegna þess að ég er ÓFRÍSK, gaman að standa í svona, með hjartað í buxonum um að lenda á götunni hvenar sem er, sem betur fer er ég í viðskiptum við yndislegann banka og á góða fjölskyldu, þannig að ég á einhversstaðar heima.

En sagan er ekki búin enn, þann 12 mars fæ ég bréf sem er dagsett samdægurs um að einhver læknir á vegum TR, hafi samband við mig og boði mig í tíma til sín.

Ég hringi upp á TR fyrir helgi og spyr hvort einhver geti sagt mér eitthvað um hversu langann tíma þetta tekur og hvort ég geti haft einhver áhrif á þetta sjálf, þeas t.d. hringja sjálf í lækninn og panta tíma, ég fæ rosalega óþolinmótt svar þar sem sagt er " Þú verður bara að bíða, ég get ekkert gert!"

Gott að vera að bíða og bíða eftir launum sem eru ekki að fara að gefa mér neitt!!

Gott að vera að pirra sig á netinu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Yndislegt kerfi. Þetta er svo gefandi og gerir okkur stoltari af því að vera íslendingar. Ég hefði haldið að það væri hægt að þjónusta þessar 300 þúsund hræður með einfaldari og eðlilegri hætti. Garg!

Markús frá Djúpalæk, 31.3.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Þetta er nú meira kerfið en gangi þér vel með þetta.

Gunnar Gunnarsson, 31.3.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: Kittý Sveins

Já.. kerfið virkar svo vel..

Mikið er ég fegin að hafa ekki þurft að standa í neinu svona... Mér finnst fæðingarolofssjóður nógu mikill hausverkur...

En gangi þér vel dúlla.. vonandi fer þetta að ráðast hjá þér!!

Kittý Sveins, 31.3.2008 kl. 18:47

4 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Takk kærlega allir, alveg yndislegt kerfi, það er alveg satt!!!

Ylfa Lind Gylfadóttir, 31.3.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Beturvitringur

Mér lærðist það þegar ég stóð í stórræðum með vinafólki sem átti í "útistöðum" við ríkisstofnun (-anir).

Hvert einasta snifsi sem við "skiluðum inn" til þessara stofnana höfðum við í tvíriti (ljósrituðum allt). Þegar við afhentum ÞAÐ SEM UM HAFÐI VERIÐ BEÐIÐ, eins og í þínu tilviki, - yfirleitt eitt atriði í einu, fengum við "móttökustimplað" afritið og höfðum í okkar fórum. Hef grun um að það hafi virkað, vorum aldrei beðin tvisvar um sama plaggið. Hafði samt áður haft þá reynslu eins og þú.

Það er ömurlegt að þurfa að tortryggja allt og alla sem eiga að þjónusta okkur, en það borgar sig til að komast hjá þessari hlið mála. Það er sko andsk... nóg samt. Gangi þér vel.

Beturvitringur, 1.4.2008 kl. 01:56

6 Smámynd: Berglind Inga

Úff... TR er eitt af því sem ég þoli minnst í þessari veröld.  Á þessum stutta tíma sem ég hef þurft að eiga samskipti við þau hef ég þó lært að ætli maður sér að hringja í TR er gott að vera nýbúinn á klósettinu, hafa nægan mat í kringum sig og nægan tíma!

Berglind Inga, 1.4.2008 kl. 17:16

7 identicon

Þetta eru bara bjánar þarna.  Þegar ég veiktist 2005 og þurftir að fara í 2 aðgerðir á 1 viku missti ég 1 1/2 mánuð úr vinnu út af því og ég sótti um sjúklingatryggingu en þeir neituðu mér því þeir sögðu að tjónið mitt væri minna en 59.000.   Ég er enn að fá verki í magann eftir aðgerðirnar og þurfti aftur að fara inn á spítala í fyrra en þetta er bara það sem ég þarf að læra að lifa með var mér sagt.

Vonandi gengur þetta betra hjá þér 

Hrefna (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:09

8 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Óþolandi þjónustan þarna niðurfrá! 

Það er einsog þetta skrifstofulið þarna sé heilaþvegið í því að koma illa fram við viðskiptavinina, áður en það byrjar að vinna þarna.  Óþolandi alveg hreint!

Emma Vilhjálmsdóttir, 4.4.2008 kl. 02:28

9 identicon

ó my god þetta er náttúrulega bara hálfvitar og ekkert annað ! væri ég farin á taugum eða kvað !! ég sendi þér allavega hamingju óskir með litla krílið sem er á leiðinni og risa knús og kossa vona að þetta fari  nú allt að gerast með peningamálin kyss kyss

frigga (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:19

10 identicon

æjæj ja kerfið er leiðinlegt

en þessar kellingar sem vinna hja kerfinu er entha leiðinlegri

Harpa Dögg Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ylfa Lind Gylfadóttir

Höfundur

Ylfa Lind Gylfadóttir
Ylfa Lind Gylfadóttir

Þúsundþjalasmiður að eigin sögn og bráðverandi mamma

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • P1010395
  • P1010399
  • P1010398
  • 349.do
  • 346.do

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband